Frábær helgi að baki
Það var sko mikið um að vera seinustu helgi og ekki laust við það að maður sé nú frekar þreyttur.
Helgin byrjaði á því að ég fór í óvænta veislu fyrir Hönnu, þ.e.a.s. hún vissi ekkert af þessu. Þegar ég kom heim til Tobbu mömmu Hönnu var hún búin að gera allt voðalega kósí og flott, meira að segja búin að setja upp tjald út í garði. Svo kom heiðursgesturinn og hún var ekkert smá hissa, þannig að þetta heppnaðist rosalega vel.
Þegar ég var búin að vera hjá Hönnu í einhvern tíma fór ég í kveðjupartí til Kollu frænku og Bjarka, því að þau eru að flytja til Svíþjóðar. Stoppaði stutt þar, þar sem ég var að fara í skemmtiskokkið daginn eftir.
Á laugardeginum fór ég svo í skemmtiskokkið og ég var nú bara mjög sátt við sjálfa mig, stoppaði ekki neitt, þetta voru nú samt bara 3 KM en ég er voðalega gjörn á því að stoppa. Við vorum reyndar svolítið lengi að geta byrjað að hlaupa því að það var svo svakalega mikið af fólki í þessu skokki, en það hafðist á endanum.
Hildur og ég tilbúnar í Hlaupið
Eftir skokkið fór ég með Íris, Bjarka, Snjólaugu, Hönnu og Tony á svona krossara (veit ekki alveg hvað þetta er kallað). Get ekki sagt að mín fyrsta upplifun af þessu hafi verið góð þar sem ég datt af hjólinu eftir bara 30 sek. Fór sko ekki á það aftur. Þannig að núna sit ég með marbletti á lærunum og höndunum.
Um kvöldið fórum við svo góður hópur út að borða á Austur India félaginu. Hef alltaf fílað þennan stað mjög vel, gerði það líka þarna nema hvað maturinn minn var svo sterkur að ég þurfti að mana mig uppí það að fá mér annan bita.
Frá Austur Indina félaginu var farið á Oliver þar sem við áttum pantað borð. Fannst þetta algjör snild að hafa átt pantað borð á kvöldi sem þessu. Eiginlega bara alveg nauðsynlegt. Það var ekki dansað mikið þetta kvöld, mest setið og verið í góðra vinahópi. Og ef fólk dansaði þá dansaði það bara við borðið.
Sem sagt það var mikið að gera.
Berglind marblettur
P.s. ég er búin að setja inn myndir frá því um helgina. Og getur einhver sagt mér afhverju ég get ekki sett myndir beint á bloggið mitt, tókst bara að setja eina núna, ætlaði að setja fleiri.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home