Hér bloggar Berglind of Wales

miðvikudagur, ágúst 09, 2006

Verslunarmannahelgin

Tók mér frí í vinnunni á föstudaginn til þess að komast fyrr norður og sleppa við umferðina, það tókst bara ágætlega þar sem umferðin fór ekki að þyngjast fyrr en við vorum komin langleiðina norður.
Hitti svo alla í fjölskyldunni minni á Akureyri og fórum við til Húsavíkur. Fórum út að borða á Gamla Bauk (sagt með rosalegum norðlenskum hreim), kíktum upp á Botnsvatn (minnir að það heitir það) og svo bara í háttinn.

Sigurveig og Heiða Björg upp á Botnsvatni


Fór svo út í Flatey á laugardagsmorgun, sem betur fer ákváðum við að hlusta á veðurspána og treysta henni því að við ætluðum út í Ey á sunnudeginum en þar sem það var spáð svo vondu veðri flýttum við því fram á laugó. Það var rosalega gaman að koma út í Ey, ég hef ekki farið þangað síðan ég var 17 ára og það hefur nú margt breyst síðan þá. Búið að gera flest öll húsin upp og er allt orðið vorðalega fínt þarna. Eyddum öllum deginum þarna, komum til þess að óska Ingunni frænku til hamingju með afmælið því að hún varð 60 á sunnudaginn. Fengum veislu-grillmat og svo var lagt í hann til Húsavíkur aftur um kvöldið.

Flatey


Þetta var nú frekar stutt verslunnarmannahelgi þar sem við fórum heim um hádegi á sunnudaginn, til að losna við umferðina á mánudeginum. Hefði vilja verða lengur og kíkja kannski í Ásbyrgi en það verður víst að bíða betri tíma, það var reyndar svo ógeðslegt veður á sunnudaginn að ég efast um að maður hafi farið í Ásbyrgi þó að við hefðum verið lengur.

En ég er búin að setja inn myndir frá afmælinu mínu og frá verslunnarmannahelginni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home