Hér bloggar Berglind of Wales

föstudagur, júlí 28, 2006

Unga mær

Jæja þá er maður kominn heim frá Búlgarínu, eins og það er nú alltaf gott að komast heim þá væri ég nú alveg til í það að vera úti lengur en það er víst ekki í boði. Kom heim með þessa líka skemmtilegu pest, smá hálsbólgu, kvef og heyrnalaus á vinstra eyra, mjög gaman!!!

Svo er bara flottasti dagur ársins í dag, jamm minns orðinn 25 ára, úff ekki alveg að trúa því.
Ég var vakin í morgun til þess að keyra Hildi í vinnuna svo að ég gæti nú fengið bílinn hennar lánaðann, minn er eitthvað þreyttur þessa dagana, og þegar ég kem upp þá bíður mín þessi líka fíni pakki frá systrum mínum, Heiðu, Óla og Magga, takk fyrir mig öll.

Jæja, afmælisbarnið kveðjur að sinni, segi kannski frá Búlgaríuferðinni seinna og set þá inn myndir.

fimmtudagur, júlí 20, 2006

Kvedja fra Bulgariu

Jaeja tha er madur buinn ad vera herna i Bulgariu i viku. List bara vel a landid. Komum seinni partinn a fimmtudaginn og gerdum litid nema ad fa okkur ad borda. Svo a fostudaginn var skellt ser a strondina, hotelid okkar er a svo finum stad bara um 20 metrar a strondina. Eg nadi natturulega ad brenna, en tad kemur svo sem ekki a ovart. Tann dag fekk eg taer frettir ad Lindberg litli vaeri kominn i heiminn, fannst tad alveg aedi en ta er svo langt tangad til ad eg se hann. Innilega til hamingju med drenginn Berglind og Atli.
A laugardaginn forum vid svo til Varna, gegnum mikid tar, tar sem straeto strakurinn vildi endilega ad vid faerum fyrr ur straetonum en vid attum ad gera, en tad var svo sem bara fint ad ganga sma spol. Svo erum vid buin ad fara til Nessebar sem er litill mjog svo saetur baer i um 2 klukkutima fjardlagd. Tar dritadi fugl a mig, mer til mikillar anaegju!!!! En annars erum vid buin ad liggja a strondinni og sola okkur, og tad var svakalegur hiti i gaer, tannig ad Helena fekk allavega einn virkilega godan dag adur en hun for heim i dag.
En svo 16. juli attu Hermann og Anna stelpu, tannig ad tad er allt ad gerast heima a klakanum tegar madur er i burtu. Innilega til hamingju med domuna Hermann og Anna. En eg bid bara spennt eftir tvi ad fa ad hitta litlu kruttin. Og eg segi bara takk fyrir taeknina tvi ad eg er buin ad sja mynd af teim badum.

Ja annars er ekkert mikid buid ad gerast nema ad eg lenti naestum fyrir bil en med snoggraedi Helenu ta slapp eg. Svo var Helena naestum raend af vasathjofi, en thar sem hun heyrir svo vel tha slapp thad, heyrdi gelluna bara renna toskunni.

En laet tetta duga i bili, thad er svo leidinlegt ad sla inn med svona erlendu lyklabordi. En eg atti samt ad koma einu a framfaeri fra henni Heidu Bjorg og thad er ad hun er ordin ogedslega brun og ad ykkur systranna (SH, HH, HH) bidi pakki tegar vid komum heim ;)

Kvedja ur steikinni og brunkunni ;)

miðvikudagur, júlí 12, 2006

Búlgaría á morgun

Já loksins er ég að fara til útlanda, finnst samt eins og ég eigi eftir að gera svo mikið áður en ég fer út, en það getur verið að það sé bara spenna. Ég er eins og litlu börnin get ekki beðið eftir svona hlutum, sem betur fer bókuðum við ferðina ekki fyrr, því þá hefði ég þurft að bíða lengur ;) En ég fór og ætlaði að kaupa mér smá gjaldeyri í gær, var þá var ekki gjaldeyrinn sem ég þurfti búinn, alveg glatað, og hann fæst bara á einum stað á landinu, frábært!!! Vonandi næ ég að kaupa hann í kvöld áður en það lokar.

Fór á svakalegt djamm um helgina og skemmti mér alveg konunglega. Ég, Beta og Helena byrjuðum á því að borða á Tabasbarnum og ég hef aldrei verið svona snögg að fara út að borða, fengum matinn mjög fljótt eftir að við pönntuðum. Annað en á Ítalíu hérna fornum daga, já ég er ennþá pirruð yfir því. Svo fórum við heim til mín og vorum þar þangað til við fórum í bæinn ásamt Hildi systur, Hildi Ýr og Tinnu vinkonu hennar. Auðvitað var farið á Oliver, hvað annað, Betu til mikillar hamingju ;)
En eins og laugardagurinn var skemmtilegur þá var sunnudagurinn MJÖG svo óskemmtilegur sökum þynnku. Úff þetta kennir manni bara að vera ekkert að fá sér þessi helv... skot. No more skot for me!!!

Jæja, þetta er nóg í bili,
Búlgaríufarinn

föstudagur, júlí 07, 2006

Alveg að komast út í sólina

Já þá fer þessari vinnuviku brátt að ljúka, hlakka til þess að komast út í sólina.

Fór áðan og keypti mér bikiní, maður verður víst að eiga svoleiðis ef maður ætlar til sólarlanda. Svo þegar ég var að máta það þá sá ég að ég hefði nú átt að vera harðari við sjálfa mig í þessu átaki sem ég ætlaði að vera í í sumar. En það er nú svolítið seint í rassinn gripið með það núna. Maður verður bara að leyfa fellingunum að njóta sín í sólinni í Búlgaríu ;)

Svo er ég að fara að hitta Betu og Helenu á morgun og ætlum við að fara á Tapas barinn og svo á tjúttið, það verður eflaust mjög gaman. Aldrei leiðinlegt að hitta þær.

En jæja, maður verður að vinna aðeins svo maður komist sem fyrst út í sólina.

þriðjudagur, júlí 04, 2006

Þá er það ákveðið.....

......ég er að fara til Búlgaríu 13. júlí með mömmu, pabba og Heiðu Björg. Við ætlum að vera í 2 vikur og því kem ég heim degi fyrir besta dag ársins ;) Ég verð nú að segja það að ég hlakka bara svolítið til þess að fara, slappa af og vonandi ná mér í smá brúnku. Ætla samt að passa mig að ná mér ekki í tanorexíu þegar ég kem heim. En það vill svo “heppilega” til að það er einmitt mikil rigning og flóð að mér skildist í Búlgaríu eins og stendur. Það er náttúrulega bara týpískt fyrir mig og mína heppni að það rigni bara allan tíma. Fór sennilega fyrst að rigna þar þegar ég fékk staðfestingu á miðanum. Greyið þeir sem eru að ferðast með mér, en þessi seinheppni er farin að verða svolítið óþolandi. En það er nú rúm vika þangað til að ég fer og ég vona bara að það verði búið að rigna nógu asskoti mikið áður en ég fer.

sunnudagur, júlí 02, 2006

Það er ýmist í ökkla eða eyra

Já það er spurning um að hreyfa sig en að gera það samt í hófi. Fór nebla út að hlaupa/labba á fimmtudaginn og skellti mér svo í tveggja tíma línó ferð. Föstudagurinn einkenndist svo af mikilli þreytu, þetta er samt svo týpíkst hjá mér ég hef voða lítið verið að hreyfa mig seinust vikur og svo verður maður svo ýktur þegar maður loksins hreyfir sig.

Á föstudaginn fór ég svo með vinnunni í fjölskylduferð á Laugarvatn og fengum við okkur að borða þar og kíktum svo á Eddu ÍKÍ og Eddu ML.
Ég var samt spurð að svolitlu fyndnu þegar við settumst við borðið, þá áttu börnin að setjast hjá foreldrum sínum, haldið þið að ég hafi ekki verið spurð af einni lítilli stelpu hvar mamma mín væri!!! Ég vissi að ég ungleg en kannski ekki svona. Hahahaha þetta var svo fyndið, veit samt ekki hvernig ég eigi að taka þessu.
Ég fór svo bara heim um kvöldið en flestir gistu á ÍKÍ, eða þ.e.a.s. fjölskyldufólkið gisti og við einhleypu ákváðum bara að bruna í bæinn. Fín ferð samt, alltaf gott að komast aðeins úr bænum, en þá meina ég sko bara aðeins.

Á laugardaginn ákvað ég að fara úr Reykjavíkinni þar sem sólin virðist aldrei ætla að láta sjá sig og fór í Sogið í golf, þar lét sólin sjá sig. Maður verður nú að æfa sig ef maður ætlar einhvern tímann að verða góður í þessu sporti. Í þetta skipti ákváðum við að sleppa brautunum þar sem brjáluðu Kríurnar eru en við þurftum samt að ganga þar framhjá þegar við vorum að fara að bílunum. Haldið þið að þær hafi bara ekki ráðist á mig og ég ekki með neina derhúfu mér til varnar, þannig að ég þurfti að halda hendinni yfir hausnum á mér og hlaupa, sem betur fer náðu þær ekki að gogga í mig en þær gáfu nú samt skít í mig, jakk, já ég fékk sem sagt fugladrit á mig, ógeðslegt, en sem betur fer var ég í peysu af mömmu yfir minni peysu þannig að það fór ekkert á mín föt ;)

En mér finnst bara ekkert skrítið að maður sé að verða þunglyndur í þessu veðri á þessu blessaða landi. Það voru takk fyrir 6 þurrir dagar í júní, það er náttúrulega ekki eðlilegt.
Hvenær kemur sólin eiginlega????