Já það er spurning um að hreyfa sig en að gera það samt í hófi. Fór nebla út að hlaupa/labba á fimmtudaginn og skellti mér svo í tveggja tíma línó ferð. Föstudagurinn einkenndist svo af mikilli þreytu, þetta er samt svo týpíkst hjá mér ég hef voða lítið verið að hreyfa mig seinust vikur og svo verður maður svo ýktur þegar maður loksins hreyfir sig.
Á föstudaginn fór ég svo með vinnunni í fjölskylduferð á Laugarvatn og fengum við okkur að borða þar og kíktum svo á Eddu ÍKÍ og Eddu ML.
Ég var samt spurð að svolitlu fyndnu þegar við settumst við borðið, þá áttu börnin að setjast hjá foreldrum sínum, haldið þið að ég hafi ekki verið spurð af einni lítilli stelpu hvar mamma mín væri!!! Ég vissi að ég ungleg en kannski ekki svona. Hahahaha þetta var svo fyndið, veit samt ekki hvernig ég eigi að taka þessu.
Ég fór svo bara heim um kvöldið en flestir gistu á ÍKÍ, eða þ.e.a.s. fjölskyldufólkið gisti og við einhleypu ákváðum bara að bruna í bæinn. Fín ferð samt, alltaf gott að komast aðeins úr bænum, en þá meina ég sko bara aðeins.
Á laugardaginn ákvað ég að fara úr Reykjavíkinni þar sem sólin virðist aldrei ætla að láta sjá sig og fór í Sogið í golf, þar lét sólin sjá sig. Maður verður nú að æfa sig ef maður ætlar einhvern tímann að verða góður í þessu sporti. Í þetta skipti ákváðum við að sleppa brautunum þar sem brjáluðu Kríurnar eru en við þurftum samt að ganga þar framhjá þegar við vorum að fara að bílunum. Haldið þið að þær hafi bara ekki ráðist á mig og ég ekki með neina derhúfu mér til varnar, þannig að ég þurfti að halda hendinni yfir hausnum á mér og hlaupa, sem betur fer náðu þær ekki að gogga í mig en þær gáfu nú samt skít í mig, jakk, já ég fékk sem sagt fugladrit á mig, ógeðslegt, en sem betur fer var ég í peysu af mömmu yfir minni peysu þannig að það fór ekkert á mín föt ;)
En mér finnst bara ekkert skrítið að maður sé að verða þunglyndur í þessu veðri á þessu blessaða landi. Það voru takk fyrir 6 þurrir dagar í júní, það er náttúrulega ekki eðlilegt.
Hvenær kemur sólin eiginlega????