Hér bloggar Berglind of Wales

föstudagur, júlí 07, 2006

Alveg að komast út í sólina

Já þá fer þessari vinnuviku brátt að ljúka, hlakka til þess að komast út í sólina.

Fór áðan og keypti mér bikiní, maður verður víst að eiga svoleiðis ef maður ætlar til sólarlanda. Svo þegar ég var að máta það þá sá ég að ég hefði nú átt að vera harðari við sjálfa mig í þessu átaki sem ég ætlaði að vera í í sumar. En það er nú svolítið seint í rassinn gripið með það núna. Maður verður bara að leyfa fellingunum að njóta sín í sólinni í Búlgaríu ;)

Svo er ég að fara að hitta Betu og Helenu á morgun og ætlum við að fara á Tapas barinn og svo á tjúttið, það verður eflaust mjög gaman. Aldrei leiðinlegt að hitta þær.

En jæja, maður verður að vinna aðeins svo maður komist sem fyrst út í sólina.

5 Comments:

At 12:51 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ooooo hvað þetta verður næs fyrir þig að komast út! Held það sé frábært að vera á Búlgaríu. - ég alveg sko tel niður í mína ferð til Tyrklands:) Finnst OF langt að bíða til 8. ágúst!! Vil komast í sumarfrí NÚNA! En ég hef þó meiri tíma til að minka spikið fyrir bikiníið!!!
KV. Herdís

 
At 2:53 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Berglind, hvaða hóteli verðum við á?

kveðja Heiða Björg

 
At 3:49 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hæ hon og takk fyrir síðast það var þvílíkt gaman hjá okkur. En ég hlakka mjög mikið til að komast til Búlgaríu. Við verðum ekkert smá flottar i bikiníinu

 
At 4:10 e.h., Blogger Berglind said...

Herdís: Já ég vona að það verði næs, og ég skil vel að þú getir ekki beðið mikið lengur að komast í sólina, ekki er mikið um hana hér á landi.

Heiða Björg: Ég bara veit ekki á hvaða hóteli við verðum, fáum sennilega að vita það í dag.

Helena: Jamm takk sömuleiðis, maður var alveg í fíling ;) En hvort að ég verði flott í bikiníinu mínu er annað mál, ætla samt í það.

 
At 4:10 e.h., Blogger Berglind said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

 

Skrifa ummæli

<< Home