Unga mær
Jæja þá er maður kominn heim frá Búlgarínu, eins og það er nú alltaf gott að komast heim þá væri ég nú alveg til í það að vera úti lengur en það er víst ekki í boði. Kom heim með þessa líka skemmtilegu pest, smá hálsbólgu, kvef og heyrnalaus á vinstra eyra, mjög gaman!!!
Svo er bara flottasti dagur ársins í dag, jamm minns orðinn 25 ára, úff ekki alveg að trúa því.
Ég var vakin í morgun til þess að keyra Hildi í vinnuna svo að ég gæti nú fengið bílinn hennar lánaðann, minn er eitthvað þreyttur þessa dagana, og þegar ég kem upp þá bíður mín þessi líka fíni pakki frá systrum mínum, Heiðu, Óla og Magga, takk fyrir mig öll.
Jæja, afmælisbarnið kveðjur að sinni, segi kannski frá Búlgaríuferðinni seinna og set þá inn myndir.
2 Comments:
Hæ skvís,
Til hamingju með afmælið:) ...og velkomin heim! Hlakka til að sjá þig á morgun!
KV. Herdís (sem fer til Tyrklands eftir 10 daga:))
Til hamingju með daginn.
Kveðja Hafdís, Jakob og Trausti.
Skrifa ummæli
<< Home