Páskafrí
Mikið hlakka ég til að komast í páskafrí. Get ekki beðið, þó svo að ég var nú að koma úr helgarfríi þá finnst mér ég alveg á páskafríinu að halda. Frekar böggandi að þeir sem eru í skóla eru nú þegar komnir í páskafrí.
Hefði samt ekkert verið á móti því að vera að fara til útlanda yfir páskana. Bara svona aðeins að skreppa en mér skilst að það sé uppselt í flestar ferðir.
Annars var þessi helgi rosaleg leti helgi, hún einkenndist mjög mikið af sjónvarpsglápi og áti. Mjög gott, maður er bara að hita sig upp fyrir næstu helgi ;)
En ég fór nú samt út fyrir bæjarmörkin, fór á Selfoss á laugardaginn í skírnarveislu. Það var verið að skíra litla strákinn þeirra Viðars og Jóhönnu og fékk hann nafnið Arnór Daði. Fer honum bara mjög vel.
6 Comments:
Ég er ekki komin í páskafrí!
Það er skóli hjá mér mán og þri líka
Takk fyrir þetta Arna mín, núna líður mér mun betur ;)
Það eru kannski bara framhaldskólarnir og grunnskólarnir sem eru komnir í frí!! Allavega er litla systir komin í frí.
Hæ! Gæti ekki verið meira sammála þér með það hvað mig langar að fara að komast í FRÍ!!
Veit ekki hvernig þetta er hjá skólunum, veit allavega að grunnskólarnir eru komnir í frí- allavega Gísli!
Verðum nú svo að fara að finna e-n tíma til að hittast krakkarnir og gera e-ð skemmtó....:)
Kv. Herdís
já páskafríið mitt einkennist af lærdómi, ví ví!!
en páskaegg bætir upp skaðann og kannski kaka á Berglindi myndarlegu húsmóðurinni haha...
hey Halla kemur heim á fimmtudaginn, smá stopp yfir páskana.
Heyri soon í þér og segi þér ferðasögu frá Espania :)
Kv. Auður
Ég er nú í skóla og ég veit ekki til þess að ég fái nokkuð páskafrí :S Maður tekur sér kannski frí á páskadag ef ritgerðin leyfir ;o). Þannig að ég öfunda alla þá sem eru að vinna og fara í frí eftir miðvikudaginn ;o)
Berglind
Já sko okey þá á þetta aðalega við þá sem eru annaðhvort kennarar eða þá í grunn- og menntaskóla :)
Var búin að gleyma því í smá stund að maður var náttúrulega á fullu að lesa undir próf eða klára verkefni á þessum tíma. Fyrirgefið Háskólafólk!!!
Herdís: Já við verðum að fara að hittst og gera eitthvað skemmtilegt saman, ég er nánast alltaf laus.
Auður: Ekki málið ég skal reyna að baka köku fyrir þig kannski um páskana, er ekki í lagi að það sé bara Betty (mér skilst að það sé ekkert mál að henda í ein svoleiðis)?
Berglind: Það er gott að einhver öfundi mann ;)
Skrifa ummæli
<< Home