Hann bræddi mig alveg...
Úfff ég var að fá sent 2 verstu myndbönd sem um getur. Ég var búin að sjá annað þeirra og ég get alveg verið sammála því, en dansinn er rosalega flottur hjá fólkinu, mæli með því að allir læri nokkra takta af þeim. En þið getið séð myndbandið hér
Svo var það hitt myndbandið, ég er bara ekki alveg sammála því að það sé svo slæmt, þetta er enginn annar er stórleikarinn úr Strandvörðum David Hasselhoff sem syngur eins og engill. Eftir að ég sá stórleik hans í þessu myndbandi er ég alveg fallinn, kynþokkinn sem skein af honum í þessu myndbandi er ótrúlegur. Þetta er hreint ekki eitt af verstu myndböndum sem gerð hafa verið. Kíkið á það hér og sjáið hvað ég á við!
Annars hef ég ekkert verið að gera mikið, vann á tónleikunum með Katie Melua á föstudaginn og fór svo í kveðju kaffi til Guðnýjar Japans-fara á sunnudaginn. Jamm gellan farin til Japans í nám. Maður er strax farin að sakna hennar en maður fylgist nú bara með henni á blogginu hennar.
Kveð að sinni,
David Hasselhoff aðdáandi númer 1 í dag
2 Comments:
Hvernig var hammarinn?
He, he, hann var rosalega góður. Ertu bara með njósnara að fylgjast með manni ;) ?
Skrifa ummæli
<< Home