Hér bloggar Berglind of Wales

mánudagur, júní 27, 2005

OTH á niðurleið??

Var rétt í þessu að sjá leiðinlegasta þátt sem ég hef séð af One Tree Hill. Þeir hafa allir verið svo skemmtilegir en svo kom þessi og hann var sko ekki að gera sig. Lucas látinn vera vondi gaurinn og það fór honum sko ekki vel. Vona bara að þátturinn fari aftur í samt form og hann var í síðustu viku.

Annars gerði ég lítið um helgina. Hápunktur helgarinnar voru útskriftarveislunar sem ég fór í. Byrjuðum hjá Hildi Páls og svo var farið til Guðnýjar og Þórólfs. Fórum svo með Guðnýju í aðra veislu til vinkonu hennar og stoppuðum svo í enn einni á leiðinni niður í bæ.
Ég óska Hildi, Guðnýju og Þórólfi enn og aftur til hamingju með áfangann.

Í útvarpinu í dag var ekkert annað rætt en Bubba-málið. Mér finnst líka mjög gott hjá honum að kæra þá, þó svo að ég sé alls enginn Bubba aðdáendi, þá gengu þeir aðeins of langt í þetta skiptið. Það gengur ekki hérna á litla Íslandi að vera með svona svakalega persónulegar fréttir. Þó að fólk slúðrar og svoleiðis þá er það svo allt annað en þegar þetta er komið á prennt fyrir allra manna augu.

Nú segi ég eitt sem ég hélt að ég myndi aldrei segja og það er:

Áfram Bubbi!!!

fimmtudagur, júní 23, 2005

Línó

Loksins, loksins fór ég á línuskauta eftir ársfrí. Það var svo gott veður í gær að maður gat ekki annað en farið. Ég og Berglind fórum. Ég var sko ekki neitt sérlega góð á þeim í gær, alltaf eins og ég væri alveg að fara að detta en ég hef svo sem aldrei verið neitt góð. Svo í gær náði ég að sitja í sólabaði í tæplega 2 tíma eftir að ég kom heim úr vinnnunni og er það það mesta í sumar. Held meira að segja að ég hafi náð mér í smá brúnku. Eða ég er kannski bara að ímynda mér hana ;)

Læta þetta duga í bili er svo þreytt :)

sunnudagur, júní 19, 2005

Komin úr ómenningunni!!!

Þá er maður kominn aftur í menninguna. Skrapp í vikufrí, ætlaði að blogga áður en ég færi en svo fórum við bara einum degi fyrr en áætlað var og ég var ekki búin að pakka og hafði því engan tíma til að þess að blogga.

En ég ætla segja frá vikunni í stuttu máli, ef það er hægt. Þar sem ég fer ekkert út í sumar verður þessi ferð sumarfrísferðasaga mín. Hér kemur ferðasagan:

Föstudagur: Er reyndar ekki lögð að stað í ferðina en við vinkonurnar fórum út að borða á austur indiafélaginu. Fengum okkur rosalega góðan mat. Eftir matinn var svo farið í ísbíltúr og svo heim til Berglindar Báru að kjafta. Fínt kvöld í alla staði.

Laugardagur: Fór í vinnuna og svo ákváðum við Hildur að gista eina nótt í sumarbústað í Skorradal hjá Sigurveigu og Óla áður en við færum norður. Fengum grillmat hjá þeim og endalaust mikið af nammi og þar hófst átvikan mikla. Svo fórum við í picturnary þar sem ég og Sigurveig bustuðum Hildi, Óla og Heiðu Björg. Sumir urðu frekar tapsárir en við nefnum engin nöfn hér.

Sunnudagur: Vakna, vakna, já þurftum að vakna snemma þar sem við vorum á leiðinni í fermingarveislu í sveitinni í Borgarnesi. Og þar sem það er bara ein sturta í sumarbústaðnum og ég á svæðinu er eins gott að vakna snemma til að fara í sturtu svo að allir komist nú fyrir veisluna. Fermingarveislan var haldin úti í tjöldum í garðinum í sveitinni. Skemmtilegt að fá smá tilbreytingu í veisluhöldin. Svo löguðum við Hildur og Heiða Björg af stað norður á Húsavík til ömmu.

Mánudagur: Keyrðum um Húsavík með ömmu og fórum svo í búðina til að kaupa í matinn svo að við myndum nú ekki svelta!!! Fórum upp að Botnsvatni ( það er algjör skilda þegar maður fer til Húsavíkur ) og svo var bara slappað af það sem eftir lifði dagsins. (mánudagurinn var eini dagurinn þar sem sást í sólina).

Þriðjudagur: Lagt af stað til Egilsstaða. Þegar þangað var komið var farið í verslunarleiðangur. Það átti að finna pils á ömmu en ég endaði á því að kaupa mér pils, skó og eyrnalokka og við fundum ekkert pils á ömmu. Borðuðum þriggja rétta máltíð á Hótel Eddu, hótelið sem við gistum á á Egilsstöðum. Um kvöldið kíktum við Hildur til pabba eða fórum nánar tiltekið í Fljótsdalinn. Hann fór með okkur þar sem stöðvarhúsið verður og fórum við einn kílómeter inní fjallið og sáum túrbínurnar og við sáum líka göngin þar sem vatnið á að koma í gegn. Mjög gaman að sjá þetta.

Miðvikudagur: Fórum til Reyðarfjarðar, Eskifjarðar og víst við vorum komnar þangað þá skelltum við okkur alla leið á Neskaupstað og skoðuðum Hótel Eddu þar. Fórum líka í ógeðslegustu göng sem ég hef farið í til að komast á Neskaupstað. Úff þau voru mjög svo óhuggnaleg en það á víst að fara að gera ný og skil ég vel afhverju. Komum um hádegi aftur til Egilsstaða og fórum svo á Gunnarsstofu (minnir að það heiti það) og svo aftur í heimsókn til pabba og núna með Heiður Björg og Ömmu. Komum við í Varmahlíð til að sjá hvernig þetta er allt uppi á Kárahnjúkum en við fórum ekki uppá Kárahnjúka þar sem það var svo mikil þoka. Heimsóttum svo Manna bróður mömmu og Siggu konuna hans og Fjólu systir mömmu sem voru í sumarbústað á Einarstöðum sem er rétt hjá Egilsstöðum. Um kvöldið borðuðum við aftur á Hótelinu og núna kom pabbi og borðaði með okkur.

Fimmtudagur: Áður en við lögðum af stað til Húsavíkur skoðuðum við Hótel Hérað og var það mjög flott og svo fórum við á Eiðar og skoðuðum Eddu hótelið þar. Lögðum svo af stað til Húsavíkur, stoppuðum á Mývatni og auðvitað fengum við okkur að borða og svo var bara slappað af á Húsavík fram eftir kvöldi.

Föstudagur: Þar sem ég var búin að ákveða að vera í nýja pilsinu mínu á 17. júní var ég mjög svo ósátt þegar ég sá að það var grenjandi rigning úti og ég fór næstum að væla þegar ég kveikti svo á sjónvarpinu og sá setninguna í Reykjavík og þar var brjáluð sól. Frekar fúlt. Þar sem það var ekkert að gerast á Húsavík þá ákváðum við að fara á Akureyri og kíktum þar í bæinn og fórum svo í heimsókn til Hilmars frænda. Þegar við komum svo til baka á Húsavík fórum við út að borða á Sölku (heitasti staðurinn á Húsavík ;) ).

Laugardagur: Ákváðum að fara heim á laugardaginn þar sem við vildum losna við umferðina á sunnudaginn. Ferðin heim gekk vel þrátt fyrir um 5 pissustopp á leiðinni. Held að ég hafi aldrei stoppað svona oft á leiðinni til eða frá Húsavík. Heiða Björg fékk líka svo mikið að drekka á leiðinni þannig að það var svo sem ekkert skrítið að stelpan hafi þurft að pissa. Mjög ánægð að koma heim þar sem sólin skein. Við systur fórum svo allar að borða á Thorvalsen um kvöldið.

Sunnudagur: Frekar fúl með daginn, held bara að ég hafi tekið rigninguna með mér í bæinn og er alls ekki sátt við það!!!!

Ætli maður láti þetta ekki duga í bil, en til að útskýra átvikuna betur þá var það þannig að alltaf þegar við vorum ekki að gera neitt, þá vorum við að borða og því verður ræktin tekin með trompi næstu vikurnar.
Ætla svo að setja inn myndir við tækifæri, það er svo langt síðan að ég setti inn myndir.

miðvikudagur, júní 01, 2005

Eitt barn í Hollywood??

Ég er búin að velta því svolítið fyrir mér hvort að það sé bara eitt barn í Hollywood sem getur leikið. Þegar ég fór á myndina House of wax á föstudaginn þá sá ég sýnt úr einhverri mynd sem er að koma í kvikmyndahúsin og Tom Cruise leikur í. En já þar leikur þessi stelpa Dakota Fanning eitt hlutverk og það kom mér svo sem ekkert á óvart. Alltaf ef það er stelpa sem leikur í bíómyndum þá er það alltaf hún!!! Eins og hún er nú mikil dúlla þá er maður kominn með svolítið ógeð af henni. Það hljóta að vera til fleiri stelpur í Hollywood sem geta leikið.

Svo verð ég að monta mig aðeins, ég þarf ekki að skúra neitt í sumar og skúra ekki aftur á þessum stað fyrr en í september, ligga, ligga, lá. Vá hvað þetta verður þæginlegt í sumar og þá fer ég kannski að drulla mér í ræktina því að núna get ég ekki notað skúringarnar sem afsökun yfir því að klukkan er orðin svo margt og ég svo þreytt að ég nenni ekki. Neibb bara að fara að hreyfa á sér rassgatið!!!!! Enda fæ ég svo mikið samviskubit yfir hreyfingarleysi og afsökunum þegar ég les bloggið hennar Ásu Orkubolta að ég verð að fara að drífa mig.

Adios!