Þá er maður kominn aftur í menninguna. Skrapp í vikufrí, ætlaði að blogga áður en ég færi en svo fórum við bara einum degi fyrr en áætlað var og ég var ekki búin að pakka og hafði því engan tíma til að þess að blogga.
En ég ætla segja frá vikunni í stuttu máli, ef það er hægt. Þar sem ég fer ekkert út í sumar verður þessi ferð sumarfrísferðasaga mín. Hér kemur ferðasagan:
Föstudagur: Er reyndar ekki lögð að stað í ferðina en við vinkonurnar fórum út að borða á austur indiafélaginu. Fengum okkur rosalega góðan mat. Eftir matinn var svo farið í ísbíltúr og svo heim til Berglindar Báru að kjafta. Fínt kvöld í alla staði.
Laugardagur: Fór í vinnuna og svo ákváðum við Hildur að gista eina nótt í sumarbústað í Skorradal hjá Sigurveigu og Óla áður en við færum norður. Fengum grillmat hjá þeim og endalaust mikið af nammi og þar hófst átvikan mikla. Svo fórum við í picturnary þar sem ég og Sigurveig bustuðum Hildi, Óla og Heiðu Björg. Sumir urðu frekar tapsárir en við nefnum engin nöfn hér.
Sunnudagur: Vakna, vakna, já þurftum að vakna snemma þar sem við vorum á leiðinni í fermingarveislu í sveitinni í Borgarnesi. Og þar sem það er bara ein sturta í sumarbústaðnum og ég á svæðinu er eins gott að vakna snemma til að fara í sturtu svo að allir komist nú fyrir veisluna. Fermingarveislan var haldin úti í tjöldum í garðinum í sveitinni. Skemmtilegt að fá smá tilbreytingu í veisluhöldin. Svo löguðum við Hildur og Heiða Björg af stað norður á Húsavík til ömmu.
Mánudagur: Keyrðum um Húsavík með ömmu og fórum svo í búðina til að kaupa í matinn svo að við myndum nú ekki svelta!!! Fórum upp að Botnsvatni ( það er algjör skilda þegar maður fer til Húsavíkur ) og svo var bara slappað af það sem eftir lifði dagsins. (mánudagurinn var eini dagurinn þar sem sást í sólina).
Þriðjudagur: Lagt af stað til Egilsstaða. Þegar þangað var komið var farið í verslunarleiðangur. Það átti að finna pils á ömmu en ég endaði á því að kaupa mér pils, skó og eyrnalokka og við fundum ekkert pils á ömmu. Borðuðum þriggja rétta máltíð á Hótel Eddu, hótelið sem við gistum á á Egilsstöðum. Um kvöldið kíktum við Hildur til pabba eða fórum nánar tiltekið í Fljótsdalinn. Hann fór með okkur þar sem stöðvarhúsið verður og fórum við einn kílómeter inní fjallið og sáum túrbínurnar og við sáum líka göngin þar sem vatnið á að koma í gegn. Mjög gaman að sjá þetta.
Miðvikudagur: Fórum til Reyðarfjarðar, Eskifjarðar og víst við vorum komnar þangað þá skelltum við okkur alla leið á Neskaupstað og skoðuðum Hótel Eddu þar. Fórum líka í ógeðslegustu göng sem ég hef farið í til að komast á Neskaupstað. Úff þau voru mjög svo óhuggnaleg en það á víst að fara að gera ný og skil ég vel afhverju. Komum um hádegi aftur til Egilsstaða og fórum svo á Gunnarsstofu (minnir að það heiti það) og svo aftur í heimsókn til pabba og núna með Heiður Björg og Ömmu. Komum við í Varmahlíð til að sjá hvernig þetta er allt uppi á Kárahnjúkum en við fórum ekki uppá Kárahnjúka þar sem það var svo mikil þoka. Heimsóttum svo Manna bróður mömmu og Siggu konuna hans og Fjólu systir mömmu sem voru í sumarbústað á Einarstöðum sem er rétt hjá Egilsstöðum. Um kvöldið borðuðum við aftur á Hótelinu og núna kom pabbi og borðaði með okkur.
Fimmtudagur: Áður en við lögðum af stað til Húsavíkur skoðuðum við Hótel Hérað og var það mjög flott og svo fórum við á Eiðar og skoðuðum Eddu hótelið þar. Lögðum svo af stað til Húsavíkur, stoppuðum á Mývatni og auðvitað fengum við okkur að borða og svo var bara slappað af á Húsavík fram eftir kvöldi.
Föstudagur: Þar sem ég var búin að ákveða að vera í nýja pilsinu mínu á 17. júní var ég mjög svo ósátt þegar ég sá að það var grenjandi rigning úti og ég fór næstum að væla þegar ég kveikti svo á sjónvarpinu og sá setninguna í Reykjavík og þar var brjáluð sól. Frekar fúlt. Þar sem það var ekkert að gerast á Húsavík þá ákváðum við að fara á Akureyri og kíktum þar í bæinn og fórum svo í heimsókn til Hilmars frænda. Þegar við komum svo til baka á Húsavík fórum við út að borða á Sölku (heitasti staðurinn á Húsavík ;) ).
Laugardagur: Ákváðum að fara heim á laugardaginn þar sem við vildum losna við umferðina á sunnudaginn. Ferðin heim gekk vel þrátt fyrir um 5 pissustopp á leiðinni. Held að ég hafi aldrei stoppað svona oft á leiðinni til eða frá Húsavík. Heiða Björg fékk líka svo mikið að drekka á leiðinni þannig að það var svo sem ekkert skrítið að stelpan hafi þurft að pissa. Mjög ánægð að koma heim þar sem sólin skein. Við systur fórum svo allar að borða á Thorvalsen um kvöldið.
Sunnudagur: Frekar fúl með daginn, held bara að ég hafi tekið rigninguna með mér í bæinn og er alls ekki sátt við það!!!!
Ætli maður láti þetta ekki duga í bil, en til að útskýra átvikuna betur þá var það þannig að alltaf þegar við vorum ekki að gera neitt, þá vorum við að borða og því verður ræktin tekin með trompi næstu vikurnar.
Ætla svo að setja inn myndir við tækifæri, það er svo langt síðan að ég setti inn myndir.