Eitt barn í Hollywood??
Ég er búin að velta því svolítið fyrir mér hvort að það sé bara eitt barn í Hollywood sem getur leikið. Þegar ég fór á myndina House of wax á föstudaginn þá sá ég sýnt úr einhverri mynd sem er að koma í kvikmyndahúsin og Tom Cruise leikur í. En já þar leikur þessi stelpa Dakota Fanning eitt hlutverk og það kom mér svo sem ekkert á óvart. Alltaf ef það er stelpa sem leikur í bíómyndum þá er það alltaf hún!!! Eins og hún er nú mikil dúlla þá er maður kominn með svolítið ógeð af henni. Það hljóta að vera til fleiri stelpur í Hollywood sem geta leikið.
Svo verð ég að monta mig aðeins, ég þarf ekki að skúra neitt í sumar og skúra ekki aftur á þessum stað fyrr en í september, ligga, ligga, lá. Vá hvað þetta verður þæginlegt í sumar og þá fer ég kannski að drulla mér í ræktina því að núna get ég ekki notað skúringarnar sem afsökun yfir því að klukkan er orðin svo margt og ég svo þreytt að ég nenni ekki. Neibb bara að fara að hreyfa á sér rassgatið!!!!! Enda fæ ég svo mikið samviskubit yfir hreyfingarleysi og afsökunum þegar ég les bloggið hennar Ásu Orkubolta að ég verð að fara að drífa mig.
Adios!
2 Comments:
Blessuð gat ekki skrifað í gestabókin hjá þér og því skrifa ég bara hérna :)
Frábært að fá frí frá skúringunum, æðislegt að geta notið sumarsins og auðvitað farið í ræktina.
Finnst þér ekki skrítið að fara ekki í Sogið í sumar? Mér finnst þetta voðalega skrítið.
En þetta venst og maður fær sumarfrí í staðin.
Við stelpurnar verðum endilega að fara að plana eitthvað skemmtilegt í sumar. Það má bara ekki klikka :)
Kveðja Svava J.
Hæ, hæ Svava gaman að heyra frá þér. Já gestabókin er eitthvað biluð, frekar glatað ;)
Og jú mér finnst mjög svo skrýtið að vera ekki að fara í Sogið í sumar, er strax farin að sakna þess að geta setið úti í góða veðrinu. Í staðinn verð ég bara að hanga inni í sumar og horfa á allar flugvélarnar fara í loftið og láta mig dreyma um það að ég sé að fara með einni slíkri (bara samt til útlanda).
Ekki spurning um að við þurfum að hittast og gera eitthvað skemmtilegt saman, núna erum við ekki að vinna um helgar, þannig að það ætti ekki að vera vandamál að finna dag ;)
Förum bara í það að plana eitthvað.
Heyrumst :)
Skrifa ummæli
<< Home