Hér bloggar Berglind of Wales

mánudagur, júní 27, 2005

OTH á niðurleið??

Var rétt í þessu að sjá leiðinlegasta þátt sem ég hef séð af One Tree Hill. Þeir hafa allir verið svo skemmtilegir en svo kom þessi og hann var sko ekki að gera sig. Lucas látinn vera vondi gaurinn og það fór honum sko ekki vel. Vona bara að þátturinn fari aftur í samt form og hann var í síðustu viku.

Annars gerði ég lítið um helgina. Hápunktur helgarinnar voru útskriftarveislunar sem ég fór í. Byrjuðum hjá Hildi Páls og svo var farið til Guðnýjar og Þórólfs. Fórum svo með Guðnýju í aðra veislu til vinkonu hennar og stoppuðum svo í enn einni á leiðinni niður í bæ.
Ég óska Hildi, Guðnýju og Þórólfi enn og aftur til hamingju með áfangann.

Í útvarpinu í dag var ekkert annað rætt en Bubba-málið. Mér finnst líka mjög gott hjá honum að kæra þá, þó svo að ég sé alls enginn Bubba aðdáendi, þá gengu þeir aðeins of langt í þetta skiptið. Það gengur ekki hérna á litla Íslandi að vera með svona svakalega persónulegar fréttir. Þó að fólk slúðrar og svoleiðis þá er það svo allt annað en þegar þetta er komið á prennt fyrir allra manna augu.

Nú segi ég eitt sem ég hélt að ég myndi aldrei segja og það er:

Áfram Bubbi!!!

3 Comments:

At 2:36 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Oj mér fannst oth sko ekki skemmtó í gær, common maður var búin að sjá þetta allt áður í fyrsta þættinum í fyrstu seríunni eða svo til... Eins gott að þetta sé ekki komið til að vera :(

Berglind

 
At 1:19 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Vel mælt stúlka Kveðja Trausti.

 
At 3:39 e.h., Blogger Berglind said...

Nei ég held að þetta sé ekki eitthvað til að vera. Endinn á þættinum var nokkurn veginn í rétta átt.

Og Trausti, þetta á bara við í þetta eina skipti ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home