Hér bloggar Berglind of Wales

fimmtudagur, mars 31, 2005

Svolítill aumingi

Já ég er heima núna í dag. Fór ekki í vinnuna sökum verkja, mig verkjar svo mikið í andlitið hægra meginn. Er með, augn-, haus-, nef, og eyrnaverk sem er ekki gott. Samt er ég líka með ógeðslega mikið samviskubit yfir því að mæta ekki í vinnuna þar sem ég er ekki með hita. Einhver hjúkka sagði að ég væri sennilega með einhverjar sunkbólgur, æi ég man ekkert hvað hún sagði allavega s(eitthvað) og bólgur.

En hvað er svo málið með krakka í framhaldsskóla, skulda um 3 milljónir margir hverjir. Mér finnst þetta bara ekki alveg í lagi. Verða alltaf að eignast allt og það STRAX. Þau hafa greinilega enga tilfinningu fyrir því að ef maður kaupir sér eitthvað þá þurfi maður að borga fyrir það. Þetta minnir mig á það þegar ég var lítil og hafði ekki hugmynd um það hvernig maður eignaðist peninga og bað um eitthvað og mamma eða pabbi sagði að þau ættu ekki pening, þá sagði ég bara; Það er allt í lagi þú skrifar bara ávísun!!! En þá var ég barn en þetta er næstum fullorðið fólk og þau hljóta að skilja það að þegar þau setja eitthvað á vísa eða taka lán þá þurfa þau að hugsa út í það að borga reikningana.

Þetta var pistill minn í dag, bara varð að koma þessu frá mér, finnst þetta ekki alveg heilbrigt.

þriðjudagur, mars 29, 2005

Fríið búið

Þá er maður komin aftur í sína nokkuð vanaföstu rútínu. Fríið var frábært, og já Ása ég hafði það svo gott svona án alls samviskubits. Eina samviskubitið sem ég var kannski með var það að ég át kannski aðeins of mikið að sætindum og er ekki ennþá búin með páskaeggið mitt.

Já ég fór sem sagt í fermingaveislu á fimmtudaginn og þar át maður yfir sig, fór svo í bíó og hélt áfram að éta. Er ekki alveg eðlileg en ég verð bara að borða eitthvað þegar ég er í bíói :)

Föstudagurinn langi. Hann var já frekar langur og gerði ég lítið annað en að horfa á sjónvarpið. Og þar á meðal sá ég fyrstu 4 þættina af the O.C. Mikil gleði.

Á laugardaginn gerði ég mest lítið, nema að ég eyðilagði fríið mitt smá með því að fara að skúra, nennti ekki á miðvikudeginum, hafði líka étið yfir mig og þá hefði ég líka misst af ANTM og það má sko ekki gerast ;) Um kvöldið fór ég svo til Berglindar Báru í heimsókn. Við ásamt Helgu kíktum svo í bæinn og settumst inná Ara í Ögri. Eftir smá setu þar fáum við bara glerbrotarigningu yfir okkur, því að einhver mjög “edrú” gaur ákvað að henda glasi í gluggann!!!

Á sunnudaginn fór ég ásamt mömmu, pabba og Hildi upp í Sogið og fórum við í golf. Verð að viðurkenna það að golf er ekki mín sterkasta grein. En þetta kemur vonandi einhvern tímann, því að ég hyggst ætla að fara nokkrum sinnum í sumar og spila golf. Ég gerði víst allt vitlaust, ég var ekki með rassinn út og ég beygði mig ekki í hnjánum og ég beygði úlnliðinn alltaf en átti víst ekkert að vera að beygja hann. Svo ákvað ég nú að prófa að slá bara með annari hendi og það fór ekki betur en svo að ég skaut í pabba. Úppps!! En hann slapp alveg ómeiddur og þetta kennir honum það bara að maður á ekki að fara á undan þeim sem er að slá ;)
En ef einhverjir vilja koma með mér í golf í sumar eru þeir velkomnir, einu skilyrðin eru þó að þeir mega ekki vera alltof góðir, til í að fara brautina á svolítið mörgum höggum og taka þessu ekkert of alvarlega.
Um kvöldið þá fór ég og Hildur á djammið með byttunum Ragnheiði og Ernu. Hildur var að vísu bara á bíl, mjög gott fyrir mig. En við fórum á Hverfis eftir langa fjarveru mína þar. Þar var feiki mikið stuð. Og áður en við fórum heim þá komum við við á þessu góða pizzastað og fengum okkur að borða.

Á mánudaginn fór ég svo með systrum mínum og litlu frænku í fjöruna úti á Gróttu. Frekar kalt en gaman að fara eitthvað svona. Enda þegar ég kom svo heim um kvöldið þá var ég alveg dösuð og þreytt því að það er greinilegt að ég er ekki vön því að anda svona miklu fríksu lofti að mér tvo daga í röð.

Í morgun vaknaði maður svo frekar þreyttur og ekki tilbúin að mæta í vinnuna. En þessi vinnuvika er bara fjórir dagar þannig að það sleppur ;)

Annars var ég að setja inn nokkrar myndir frá því úr afmælinu hennar Örnu, útskriftinni hans Gunnars Geirs og þegar Auður kom í heimsókn frá Þýskalandi.

En þangað til næst,
Adios!!

fimmtudagur, mars 24, 2005

Páskafrí

Byrjuð í páskafríi. Ji hvað það er ljúft, þarf ekkert að pæla í lærdómi eða neinu slíku. Hef ekki upplifað þannig páska síðan ég veit ekki hvenær. Ekkert að hugsa um það að ég þyrfti nú að vera að læra og vera með samviskubit yfir því alla páskana því að ég er ekki að læra. Ljúft!!!

Byrjaði páskafríið mitt í gær á því að fara í skírnaveislu eftir vinnu. Það var verið að skíra litla kútinn þeirra Hafdísar og Trausta og fékk hann nafnið Jakob. Núna þarf maður bara að fara að muna að kalla hann Jakob. Jakob til hamingju með nafnið :)

Í dag er svo önnur veisla en Haukur Tandri frændi minn er að fermast.

Jæja ætla að fara að hafa mig til.

mánudagur, mars 21, 2005

Busy, busy, busy.

Já það er búið að vera frekar mikið að gera hjá mér seinustu daga. Og ég er orðin voðalega löt að blogga því að þegar ég kem heim á kvöldin þá nenni ég ekki að setjast fyrir framan tölvuna og blogga.

En hér kemur smá uppdate:

Miðvikudagurinn: Fór til Berglindar Báru og horfðum við á Americans Next ásamt Herdísi. Það er alveg möst að horfa á þennan þátt ;) Ég veit samt hver vinnur mér til mikillar óánægju :( Því að mér finnst leiðinlegt að horfa á svona þætti þegar ég veit alveg hver vinnur, þá er þetta ekki eins spennandi. Samt skemmtilegur þáttur :)

Fimmtudagurinn: Hitti Helenu og Betu á Vegamótum, það er bara búið að taka okkur um eitt ár að hittast, mjög eðlilegt. Alltaf að segja við verðum að fara að hittast en aldrei varð neitt úr því. Því er góð leið að negla bara niður einhvern dag með maili, það virkaði allaveg núna hjá okkur. Gaman að hitta þær og fá smá uppdate af því sem þær eru búnar að vera að gera og slúðra smá :)

Föstudagur: Eftir vinnu var farið á 100% hraða að skúra því að leiðinn lá á Hótel Rangá. Jamm vinnan bauð okkur í skemmtiferð á Rangá. Þegar þanngað var komið var hoppað í sturtu og reynt að gera sig fínan. Svo komum við í fordrykkin, smá seinar en ekkert alvarlegt. Áður en maturinn byrjaði var ákveðið að stelpurnar(konurnar) myndu fara fyrst niður og velja sér sæti og skilja alltaf eftir eitt sæti á milli sín. Svo komu kallarnir og áttu að velja sér sæti. Mjög sniðugt til þess að láta fólk kynnast nema að við stelpurnar sem erum mest saman í vinnunni settumst náttúrulega á sama borðið og svo komu kallarnir sem eru að vinna með mér á okkar borð, þannig að maður var ekkert mikið að kynnast fólki utan vinnunnar. Við fengum 3 rétta máltíð sem var voðalega flott. Þegar allir voru búnir að borða og búið að vera að segja nokkra brandara þá var farið upp að tjútta. Það komu sko trúbadorar (vá hvað ég kann ekki að skrifa þetta) og spiluðu mörg skemmtileg lög. Ég var bara mjög róleg því að ég var bara að drepast úr þreytu.
En þetta hótel er alveg rosalega flott og kósí.

Laugardagur: Vaknaði frekar snemma og var bara eiturhress. Fórum í heimsókn til vinkonu hennar Hildar sem býr í sveit á Hvolsvelli. Eftir það fórum við í heimsókn til hennar Svövu, en hún keypti sér íbúð seinasta sumar og við áttum alltaf eftir að heimsækja hana. Fengum okkur pissu og horfðum á videó. Eftir það var brunað í bæinn og ég var orðin ekkert smá þreytt.

Sunnudagur: Lilja Rún frænka mín var að fermast og fórum við í veislu til hennar í Ensku húsunum í Borganesi. Kom heim um 19.00 og seinrotaðist.

Svo í dag er ég búin að vera að deyja úr þreytu, það tekur greinilega svona rosalega á hjá mér að fara út fyrir bæjarmörkin að ég þarf nokkra dag til þess að jafna mig. En þetta var sem sagt hin fínasta helgi og mér finnst ég bara hafa afrekað nokkuð margt. Allaveg í heimsóknum :)

En já þetta er orðið frekar langt hjá mér. Ætla að fara að fá mér að borða og horfa á OTH :)

föstudagur, mars 11, 2005

Föstudagur eða Idoldagur

Strax kominn föstudagur og ekki finnst mér það neitt slæmt verð ég að segja og búið að vera frábært veður í dag. Þar sem ég sit í vinnunni sé ég allar flugvélarnar fara í loftið og það er búið að vera mikið af því í dag enda frábær dagur.

Svo er það Idolið í kvöld, verð að finna mér samanstað þar sem stöð 2 tók talið af um daginn, DÓNAR!!!! Ég ætlaði meira að segja að kjósa, ég læt það oftast vera en ég vil að Hildur vinni og þá verður maður nú að kjósa.

Svo tók ég eitt próf (reyndar tvö en ég get held ég ekki sett hitt inn á síðuna. En það var sem sagt próf um það hver ég væri af konunum í Desperet housewives, ég var sem sagt Susan) já hér kemur svo hitt. Gat víst ekki pastað því þannig.... Þetta var sem sagt próf um það hvort kynið heilinn manns er eða eitthvað svoleiðis!!! Minn var sem sagt:

Your Brain is 66.67% Female, 33.33% Male
Your brain leans female

You think with your heart, not your head
Sweet and considerate, you are a giver
But you're tough enough not to let anyone take advantage of you!

What'>http://www.blogthings.com/genderbrainquiz/">What Gender Is Your Brain

En annars er þetta góður þáttur sem er verið að sýna á Stöð eitt meira að segja. Loksins get ég horf á eitthvað þar.

En góða helgi.

þriðjudagur, mars 08, 2005

Svöng

Ég er búin að vera svöng í allan dag, ég er ekki fyrr búin að borða en ég er strax aftur orðin svöng. Það er eitthvað mikið að eða þá að þetta sé bara græðgi, tja það er spurning. Var alveg viss um að þið vilduð vita þetta, hehehe.

Annars á litla drottningin afmæli á morgun og er að verða 7 ára gömul, sjæse!! Ef ég man (ég meina ef ég hef tíma ;)) þá ætla ég að henda inn mynd af henni. Mér finnst það svo sniðugt, veit annars ekki hvenær ég get sett inn myndir á síðuna mína nema við svona tilefni.

Ein svöng.

mánudagur, mars 07, 2005

Vinna!

Jamm þar sem ég skammaði Snjólaugu í gær fyrir það að vera léleg að blogga þá skaut ég sjálfa mig svolítið í fótinn því að ekki er ég búin að vera eitthvað betri í þessu skrifum.

Er sem sagt byrjuð að vinna, sem er mikil gleði fyrir mig því að ég var að verða geðveik á að gera ekki neitt allan daginn. Vinn frá 9-17 og fer þá að skúra og svo tekur ræktin við. Það er að minnsta kosti planið og það er spurning hvað maður heldur það lengi út. En ég vona að ég eigi eftir að halda það út í einhvern tíman. Ekki veitir manni af hreyfingunni, þetta verðru samt svo langur dagur eitthvað.

Annars er ég búin að vera að gera lítið annað en að vinna og fara í ræktina. Fór að vísu í afmælis/innflutnings partý til Snorra á föstudaginn og á laugardaginn var litla frænka að halda upp á afmælið sitt heima hjá okkur. Þannig að það var stuð fram eftir kvöldi. Svo um kvöldið gerði ég ekki neitt, var eitthvað svo ógeðslega þreytt.
Og já talandi um laugardagskvöld, hvað er málið með þessar stöðvar á Íslandi. Klukkan ellefu á laugardags kvöldi dettur Skjá einum í hug að endursýna Fólk með Sirrý og Stöð eitt ákveður að sína frá formúlu. Jei, gaman. Og svo ákvað Stöð tvö að taka talið af þannig að maður getur ekki hlustað á hvað fólk er að segja. Frekar fúlt!!!! Var sem sagt það þreytt að ég nennti ekki að skella DVD mynd í tækið ;)

Jæja ég ætla að fara að horfa á survivor, tjá.