Hér bloggar Berglind of Wales

fimmtudagur, mars 31, 2005

Svolítill aumingi

Já ég er heima núna í dag. Fór ekki í vinnuna sökum verkja, mig verkjar svo mikið í andlitið hægra meginn. Er með, augn-, haus-, nef, og eyrnaverk sem er ekki gott. Samt er ég líka með ógeðslega mikið samviskubit yfir því að mæta ekki í vinnuna þar sem ég er ekki með hita. Einhver hjúkka sagði að ég væri sennilega með einhverjar sunkbólgur, æi ég man ekkert hvað hún sagði allavega s(eitthvað) og bólgur.

En hvað er svo málið með krakka í framhaldsskóla, skulda um 3 milljónir margir hverjir. Mér finnst þetta bara ekki alveg í lagi. Verða alltaf að eignast allt og það STRAX. Þau hafa greinilega enga tilfinningu fyrir því að ef maður kaupir sér eitthvað þá þurfi maður að borga fyrir það. Þetta minnir mig á það þegar ég var lítil og hafði ekki hugmynd um það hvernig maður eignaðist peninga og bað um eitthvað og mamma eða pabbi sagði að þau ættu ekki pening, þá sagði ég bara; Það er allt í lagi þú skrifar bara ávísun!!! En þá var ég barn en þetta er næstum fullorðið fólk og þau hljóta að skilja það að þegar þau setja eitthvað á vísa eða taka lán þá þurfa þau að hugsa út í það að borga reikningana.

Þetta var pistill minn í dag, bara varð að koma þessu frá mér, finnst þetta ekki alveg heilbrigt.

2 Comments:

At 3:08 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég verð að vera alveg sammála frænka með það að allir verði að eignast allt nýtt og STRAX! Frábær pistill frá þér :-) ég er sammála þessu.

 
At 8:08 e.h., Blogger Berglind said...

Hæ, hæ Hreiðar, gaman að heyra frá þér. Líka gott að vita að einhver er sammála mér með þessa geðveiki :)

 

Skrifa ummæli

<< Home