Busy, busy, busy.
Já það er búið að vera frekar mikið að gera hjá mér seinustu daga. Og ég er orðin voðalega löt að blogga því að þegar ég kem heim á kvöldin þá nenni ég ekki að setjast fyrir framan tölvuna og blogga.
En hér kemur smá uppdate:
Miðvikudagurinn: Fór til Berglindar Báru og horfðum við á Americans Next ásamt Herdísi. Það er alveg möst að horfa á þennan þátt ;) Ég veit samt hver vinnur mér til mikillar óánægju :( Því að mér finnst leiðinlegt að horfa á svona þætti þegar ég veit alveg hver vinnur, þá er þetta ekki eins spennandi. Samt skemmtilegur þáttur :)
Fimmtudagurinn: Hitti Helenu og Betu á Vegamótum, það er bara búið að taka okkur um eitt ár að hittast, mjög eðlilegt. Alltaf að segja við verðum að fara að hittast en aldrei varð neitt úr því. Því er góð leið að negla bara niður einhvern dag með maili, það virkaði allaveg núna hjá okkur. Gaman að hitta þær og fá smá uppdate af því sem þær eru búnar að vera að gera og slúðra smá :)
Föstudagur: Eftir vinnu var farið á 100% hraða að skúra því að leiðinn lá á Hótel Rangá. Jamm vinnan bauð okkur í skemmtiferð á Rangá. Þegar þanngað var komið var hoppað í sturtu og reynt að gera sig fínan. Svo komum við í fordrykkin, smá seinar en ekkert alvarlegt. Áður en maturinn byrjaði var ákveðið að stelpurnar(konurnar) myndu fara fyrst niður og velja sér sæti og skilja alltaf eftir eitt sæti á milli sín. Svo komu kallarnir og áttu að velja sér sæti. Mjög sniðugt til þess að láta fólk kynnast nema að við stelpurnar sem erum mest saman í vinnunni settumst náttúrulega á sama borðið og svo komu kallarnir sem eru að vinna með mér á okkar borð, þannig að maður var ekkert mikið að kynnast fólki utan vinnunnar. Við fengum 3 rétta máltíð sem var voðalega flott. Þegar allir voru búnir að borða og búið að vera að segja nokkra brandara þá var farið upp að tjútta. Það komu sko trúbadorar (vá hvað ég kann ekki að skrifa þetta) og spiluðu mörg skemmtileg lög. Ég var bara mjög róleg því að ég var bara að drepast úr þreytu.
En þetta hótel er alveg rosalega flott og kósí.
Laugardagur: Vaknaði frekar snemma og var bara eiturhress. Fórum í heimsókn til vinkonu hennar Hildar sem býr í sveit á Hvolsvelli. Eftir það fórum við í heimsókn til hennar Svövu, en hún keypti sér íbúð seinasta sumar og við áttum alltaf eftir að heimsækja hana. Fengum okkur pissu og horfðum á videó. Eftir það var brunað í bæinn og ég var orðin ekkert smá þreytt.
Sunnudagur: Lilja Rún frænka mín var að fermast og fórum við í veislu til hennar í Ensku húsunum í Borganesi. Kom heim um 19.00 og seinrotaðist.
Svo í dag er ég búin að vera að deyja úr þreytu, það tekur greinilega svona rosalega á hjá mér að fara út fyrir bæjarmörkin að ég þarf nokkra dag til þess að jafna mig. En þetta var sem sagt hin fínasta helgi og mér finnst ég bara hafa afrekað nokkuð margt. Allaveg í heimsóknum :)
En já þetta er orðið frekar langt hjá mér. Ætla að fara að fá mér að borða og horfa á OTH :)
1 Comments:
já, takk fyrir síðast !!
Við endurtökum þetta bráðlega, sendum bara mail og neglum dagsetningu.
Beta
Skrifa ummæli
<< Home