Páskafrí
Byrjuð í páskafríi. Ji hvað það er ljúft, þarf ekkert að pæla í lærdómi eða neinu slíku. Hef ekki upplifað þannig páska síðan ég veit ekki hvenær. Ekkert að hugsa um það að ég þyrfti nú að vera að læra og vera með samviskubit yfir því alla páskana því að ég er ekki að læra. Ljúft!!!
Byrjaði páskafríið mitt í gær á því að fara í skírnaveislu eftir vinnu. Það var verið að skíra litla kútinn þeirra Hafdísar og Trausta og fékk hann nafnið Jakob. Núna þarf maður bara að fara að muna að kalla hann Jakob. Jakob til hamingju með nafnið :)
Í dag er svo önnur veisla en Haukur Tandri frændi minn er að fermast.
Jæja ætla að fara að hafa mig til.
3 Comments:
ætlaði bara að þakka fyrir síðast:)
Einar
Takk sömuleiðis :)
Mikið rosalega er ég svakalega rosalega geðveikislega afbrýðisöm út í þig að hafa ekkert "lærdóms-samviskubit" yfir páskana! Vonandi naustu þess vel :) Kv.Ása
Skrifa ummæli
<< Home