Hér bloggar Berglind of Wales

laugardagur, desember 25, 2004

Gleðileg jól

Ég vil óska öllum gleðilega jól og vonandi hafið þið það sem allra best um jólin.

Hó hó hó.......

þriðjudagur, desember 14, 2004

Myndir

Var að henda inn myndum frá því á föstudaginn þegar bekkurinn hittist á Sólon. Setti ekki alveg allar myndirnar inn þar sem það var myndasería af mér og Ómari. Þýðir eitt, ekki láta Ómar fá myndavélina ykkar. Setti sem sagt ekki allar myndirnar svo að þið mynduð nú ekki fá ógeð af mér.

Haldið þið að það sé!!

Ööösss ég sat fyrir framan tölvuna áðan og svo sé ég allt í einu það glampar eitthvað svakalega hérna úti og ég kíki út. Haldið þið að það standi ekki maður fyrir utan húsið og er að taka mynd!! Þannig að ég fór og opnaði út, þá var hann víst að taka mynd fyrir karlinn sem býr hliðina á okkur. Hann er sko að selja og er búin að vera með svolítið lengi á sölu. En allavega, karlinn spyr mig hvort að ég sé leigandi ( því það er verið að leigja húsið hliðina á okkur) ég sagði bara nei og að við væru ekki að selja heldur maðurinn við hliðina á okkur. Þá sagði hann; já það er bara alltaf tekin mynd af þessari hlið. Skil ekki alveg því að garðurinn okkar er allt öðruvísi en hjá hinum. Usss, puss. Hann sagði að ég gæti alveg verið róleg því að það væri ekkert verið að fara að selja húsið okkar!! Ég var líka alveg rólega og veit að við erum ekkert að fara að selja en fannst bara skrítið að hann skuli taka mynd af okkar hús!!


sunnudagur, desember 12, 2004

Búin í prófunum

Víí ég er búin í prófunum, kláraði að vísu á föstudaginn. Og þá var líka farið að djamma. Bekkurinn fór saman að borða á Sólon um kvöldið og einhverjir héldu áfram að djamma. Það var hin ágætis skemmtun en það hefði verið skemmtilegar ef að allir hefðu komið. Ætla einmitt að setja inn myndir frá því kvöldi við gott tækifæri :)

En ég er reyndar ekki alveg búin í skólanum fyrir jól þar sem ég og Sveinbjörg eigum eftir að verja lokaverkefnið okkar sem verður á föstudaginn næsta. Ætlum bara að hittast á morgun og því er helgin búin að fara í þvílíka afslöppun. Eiginlega of mikla þar sem að ég get ekki haldið mér vakandi þegar ég er að horfa á sjónvarpið. Sofna alltaf, alveg ferlegt. Verð reyndar að fara að huga að jólagjafainnkaupum, það er ekki alveg búið að vera efst í huga hjá mér þar til núna.

En það er svo spurning um að ég fari að láta sjá mig í ræktinn, spurning um að fara á morgun, bara ef ég rata ;)


þriðjudagur, desember 07, 2004

Held að ég sé að verða blind!!!!!

Já hún Hildur systir á afmæli í dag. Orðin 25 ára gömul. Til hamingju með daginn Hildur mín. Ég fann ekki betri mynd af þér en þessi er fín.

Hildur
Posted by Hello

Annars er ekkert gott að frétta af mér og mínu vinstra auga (snökt, snökt). Fór til augnlæknisins núna rétt áðan í von um að hún gæti sagt mér hver sjónin mín væri og að sýkingin í auganu á mér væri farin. En neibb svo varð ekki. Ég er sem sagt MJÖG fúl núna. Er búin að setja samviskusamlega dropa í vinstra augað á mér 3 sinnum á dag og eitthvað helv... smyrsl á kvöldin í 3 vikur, en sýkingin er aðeins búin að minnka en ég þarf að halda áfram allavega í 2 vikur í viðbót því að þá ætlar hún að dæma sjónina í mér. Það var nebla þannig að þegar ég fór til hennar seinast þá hafði sjónin mín versnað úr -3,25 í -3,75 á vinstra auga sem er svo sem ekkert sérlega slæmt en samt nógu slæmt og þetta var sko 16. nóvember á þessu ári. Og svo áðan þegar ég fór og hún mældi mig þá var sjónin komin í -4,25. sem sagt búin að versna um -0,5 á 2 vikum!!!! Aahhhhhhhhh ég er að verða blind!! Er engan vegin sátt. En hún vildi samt ekki sætta sig við þetta og heldur að þetta geti stafað út af sýkingunni og því á ég að mæta eftir 2 vikur aftur, það er bara spurning hvort að ég verði ekki bara komin upp í -5 eða eitthvað. Össssss. Svo er ég orðin svo pirruð á því að þurfa alltaf að vera með þessi gleraugu mín að það hálfa væri nóg, og ég að fara að skemmta mér á föstudaginn og tými ekki að fara með gleraugun á mér. Augnlæknirinn stakk bara upp á því að ég myndi bara setja linsu í hægra augað. Það er spurning, þá mun ég bara ekkert sjá þá sem standa vinstra megin við mig :)

Jæja ætla að fara að halda áfram að læra undir seinasta prófið sem er á föstudaginn.

Ein pirruð og blind!!!

fimmtudagur, desember 02, 2004

Búin að skila loka :)

Jamm það er komin 2 des. vá hvað tíminn flýgur áfram, eins og er sagt, time flæs wen jú arr having fun. Einmitt!!!! Náðum að klára að prenta út og binda lokaverkefnið inn á mánudaginn og þvílíkur léttir, loksins gat maður einbeitt sér að prófunum sem byrjuðu einmitt í dag með ekki svo góðu prófi í Advertising and Promotion. Engan vegin sátt við þetta próf. 60 % krossar, great!! Ég og krossar hafa aldrei átt samleið og það breyttist ekkert í dag og mun sennilega ekki breytast neitt í framtíðinni (veit ég er alltaf jafn bjartsýn). Hræðilegt, hræðilegt, hræðilegt.

Svo að núna er maður bara í prófum, en ég verð að vísu búin 10 des. sem er bara nokkuð gott. Fer reyndar ekki í vörnina fyrr en 17. des, hún hefði alveg mátt vera fyrr en það reddast.

Jæja ætla að fara að hafa mig til, sagði við Snjollu að ég ætlaði að vera tilbúin þegar hún kæmi, erum að fara á opið hús hjá Evuklæðum.