Hér bloggar Berglind of Wales

sunnudagur, desember 12, 2004

Búin í prófunum

Víí ég er búin í prófunum, kláraði að vísu á föstudaginn. Og þá var líka farið að djamma. Bekkurinn fór saman að borða á Sólon um kvöldið og einhverjir héldu áfram að djamma. Það var hin ágætis skemmtun en það hefði verið skemmtilegar ef að allir hefðu komið. Ætla einmitt að setja inn myndir frá því kvöldi við gott tækifæri :)

En ég er reyndar ekki alveg búin í skólanum fyrir jól þar sem ég og Sveinbjörg eigum eftir að verja lokaverkefnið okkar sem verður á föstudaginn næsta. Ætlum bara að hittast á morgun og því er helgin búin að fara í þvílíka afslöppun. Eiginlega of mikla þar sem að ég get ekki haldið mér vakandi þegar ég er að horfa á sjónvarpið. Sofna alltaf, alveg ferlegt. Verð reyndar að fara að huga að jólagjafainnkaupum, það er ekki alveg búið að vera efst í huga hjá mér þar til núna.

En það er svo spurning um að ég fari að láta sjá mig í ræktinn, spurning um að fara á morgun, bara ef ég rata ;)


2 Comments:

At 12:36 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

ohhhhh hvað ég öfunda þig!!! EN Til hamingju með það að vera búin í prófunum:)
Kveðja Herdís

 
At 10:53 f.h., Blogger Berglind said...

Já takk fyrir það ;) 0g gangi þér allt í haginn í prófunum.

 

Skrifa ummæli

<< Home