Hér bloggar Berglind of Wales

föstudagur, ágúst 29, 2003

Ég kíkti á handboltaleik í gær. Eitthvað franskt lið á móti Val, ég hélt að það yrði skemmtilegur leikur en það var vitlaust hjá mér, frekar slappur. Svo enduðum við á því að vera aðeins lengur og byrjuðum að horfa á annan leik og í þeim leik þá fór bara rafmagnið af í Austurbergi og reyndar líka heima hjá mér en það hlýtur að hafa verið furðulegt að vera að spila og svo bara allt í einu púmmm allt slökkt. Og í staðinn fyrir að fara heim þá biðum við í svona c.a. klukkutíma og það var ekkert að gerast. En það var alveg fínt, vorum bara að kjafta.
Og í dag fór ég upp í Mosó að gera eitt rosalega skemmtilegt, ég fór að hringja í fyrirtæki og panta tíma hjá þeim til að koma og taka viðtal við þau, trúið mér það verður eins skemmtilegt og það hljómar :(
Fórum snemma á æfingu í dag og komumst því á leikinn Magdeburg (ekki viss um að þetta sé rétt skrifað en....) - Víkingur. Það var nokkuð góður leikur, Víkingarnir náðu alveg að halda í við þá í nokkurn tíma. Gunni bara strax byrjaður að gera ágætis hluti.

Enn á eldsnemma á morgun þá förum við handboltagengið í "æfingarbúðir" á Apavatn. Leggjum af stað klukkan. 8.15. Gistum þar í eina nótt.

þriðjudagur, ágúst 26, 2003

Þá er annar skóladagurinn byrjður og ekkert er verið að hlífa manni. Mætti í skólann í gær og var að vona að það yrði nú bara sagt okkur hvernig fagið væri og hvað við myndum vera að læra, en nei nei það var bara farið strax í fyrsta kaflann, ég var sko ekki alveg tilbúin í það. Svo þegar skólinn var búinn þá biðu 2 fundir út af lokaverkefninu. Þannig að það var alveg nóg að gera á fyrsta skóladeginum!!! Púff ég hélt að maður myndi nú fá smá aðlögunartíma, en nei. Það er bara harkan sex!!!!

Berglind Bára átti afmæli í gær. Til hamingju með daginn Berglind!!!

Í morgun kom ég með tölvunna mína með mér í skólann og viti menn það bara slökknaði á henni allt í einu. Hélt að ég væri komin með einhvern vírus en svo var víst ekki. Núna er allavega allt í lagi með hana, allavega ennþá. En núna ætla ég að reyna að fylgjast með kennaranum, ég ætla ekki að byrja á því að vera löt, það boðar ekki gott.

sunnudagur, ágúst 24, 2003

Á föstudaginn skellti ég mér í bíó á myndina Willy Grays eða réttu nafni Bruce alm... með honum Jim C.... Nokkuð góð mynd en ég verð að segja þó að ég sé að fíla svona væmnar myndir þá var ég ekki alveg sátt við það hvernig þessi mynd var fyndinn og í það að hún varð frekar væmin. Svo fór ég bara heim og fór að sofa. Svo um 2 leitið þá vaknaði ég og þá kom þessi þvílíki jarðskjálfti. Ég varð bara frekar hrædd en eins og sannur íslendingur þá lá ég bara kyrr í mínu rúmmi og var ekkert að pæla að fara í "skjól".

Svo eldsnemma á laugardagsmorgni þá var æfing, eða klukkan 10 sem er aðeins of snemma fyrir minn smekk. Ef að maður á að vera eitthvað hress á þessum æfingartímum þá þarf maður að vakna klukkan 8.
Ég kíkti svo í kirkjuna sem að Andrea og Einar voru að gifta sig í og það var allt rosalega flott. Andrea og Einar til hamingju!!!!!!

Svo um kvöldið kíkti ég til hennar Betu í afmæli og svo bara smá í bæinn. Mér fannst allir voðalega rólegir og ég var komin heim um 3. Bara hið ágætis kvöld!!!

En núna þarf ég að fara að drífa mig upp í skóla til að vinna í skemmtilega lokaverkefninu mínu og kíkja svo til hennar Berglindar í kvöld í smá afmæliskaffi.

fimmtudagur, ágúst 21, 2003

Þá er það komið á hreint við erum ekki að fara til Eyja. Það var ekki nógu mikill mannskapur sem gat farið. En mér fannst það frekar pirrandi þó að ég verði að viðurkenna að ég var ekkert alltof spent að fara þá er það mjög pirrandi að vera búin að ráðstafa þvílíku til að komast og svo er bara ekkert farið!!!! Púfff, en svo er lífið!!!
Svo er hún Andrea í handboltanum líka að fara að gifta sig á laugardaginn, hún er bara að verða FRÚ, það er frekar skrýtið, Frú Andrea. Heheheheh!!!!
Jæja svo var sennilega seinasti dagurinn í vinnunni í dag. En ég er ekki viss um að ég fari á mánudaginn því að þá byrjar skólinn, gaman, gaman!!!!! En mér finnst ég verða að fara uppeftir til að taka betur til og ganga frá og svoleiðis skemmtilegt. Og það var að ég held í fyrsta skiptið í dag sem að ég sofnaði ekki í rútunni á leiðinni heim. Ég rotast nefninlega alltaf. Maður varð að tala við fólkið því að ég á ekki eftir að sjá það í svo langan tíma!!!!

En ég var að taka eitt próf sem að Hrönnsla var með á sinni síðu. Varð að setja það inn hér því að það virkaði ekki á síðunni og ég gat ekki séð hvað ég var, þannig......

HASH(0x87bfe40)
Seer


The ULTIMATE personality test
brought to you by Quizilla

þriðjudagur, ágúst 19, 2003

Ég varð rosalega menningarleg á laugardaginn og kíkti niður í bæ með Berglindi og Atla. Við röltuðum um í bænum og kíktum á hina ýmsu staði. En það sem við biðum eftir var að hlusta á gamlan ensku kennara okkar úr MS lesa upp úr bók sinni. Það var fínt en svo var bara drifið sig heim til að taka sig til. Því einhver sagði við mig að það tæki mig tímanna tvenna að hafa mig til, ekki alveg sammála því :)
Svo þegar ég var tilbúin þá var það bara Hverfisbarinn here we come!!!! Horfðum samt á flugeldasýninguna og fórum svo inna. Á hvebbanum var rosalegt fjör, maður hitti mikið af mis drukknu fólki og var að skemmta sér með mis drukknu fólki, nefnum engin nöfn. Svo þegar að langt var liðið á kvöldið dróu einhverjir vitleysingar okkur á Sólon sem var ekki eins gaman af því að þar er alltaf alltof mikið af fólki, og ógeðslegur hiti og sviti, ojjjjjjj. Röltum niður í bæ og fengur okkur sveittustu hamborgara sem ég hef smakkað en ég borðaði hann samt því að ég var svo svöng. Ég get ekki sagt annað en að ég sé bara ánægð með það hvað ég endist lengi og var bara bílandi, kom heim klukkan 7!!!!

Svo á sunnudaginn bauð Berglind og Atli mér í bíó og fórum við á Pirates of the Caribbean, hún var allt öðru vísi en ég var búin að búa mig undir. Bjóst við einhverju ógeðslegu og var alveg tilbúin með að setja hendurnar fyrir augun og halda fyrir eyrun, en það þurfti bara ekki á þessari mynd. Hún var bara frekar fyndinn og hann Johnny Depp hélt að mínu mati myndinni uppi.

Svo lítur allt út fyrir það að ég sé á leiðinni til Vestmannaeyja um helgina. Förum með honum Herjólfi, ekki uppáhalds bátnum mínum. Erum að fara að spila á einhverju vinamóti eða eitthvað svoleiðis.

En hún amma mín á STÓR afmæli í dag, hún er ekki nema 80 ára í dag. Ég er búin að senda afmæliskveðjur til Húsavíkur en ég geri það bara aftur núna, koss og knús amma. Til hamingju með daginn!!!!

laugardagur, ágúst 16, 2003

Menningarnótt í nótt!!! Eða hvað segir maður eiginlega?? Allavega það er fullt að gerast í bænum. Hver veit nema að maður fari og sýni sig og sjái aðra.
Ég skellti mér í verslunarleiðangur með systrum mínum og frænku áðan og gekk sú ferð bara vel fyrir utan það að ég keypti mér ekkert sem mig nauðsynlega vantar, bara allt annað. Svona er þetta alltaf. En samt ánægð með kaupin.
Já ég fór líka með þeim á Mcdonalds (ætti kannski ekki að vera að segja frá því) bara því að Sigurveig var svo svöng og þá varð ég náttúrulega að kaupa mér líka :) En ég get ekki sagt annað en það það sé mjög léleg þjónustan þar, ég þurfti í fyrsta lagi að bíða eftir matnum mínu og svo í öðru lagi, þegar að maðurinn rétti mér bakkann þá hellti hann Spriteinu mínu á boðið og yfir mig. Ég alltaf jafn heppin. EN það var svo sem allt í lagi þannigað til hann ákvað það að biðja mig ekki afsökunar, dóni!!!! Hann kom bara með annað glas og sagði ekki neitt. Ég var sko ekki sátt.

Beta á afmæli í dag. Til hamingju með afmælið Beta!!!!

þriðjudagur, ágúst 12, 2003

Skellti mér á hverfis á laugardaginn með hluta af handboltagenginu. Nokkuð gaman það. Fór svo að vinna á sunnudaginn og var ekkert alltof hress. Endaði heim á sunnudagskvöldinu eins og klessa upp í sófa og gerði ekki rassgat. Dugnaður í mér!!!!!
Svo fer alvaran að taka við, skólinn fer að byrjar eftir ekki svo marga daga, ekki alveg tilbúin til að fara að byrja aftur en erum samt byrjaðar að vinna í lokaverkefninu og ég hef alveg skemmt mér betur á sumrin en við það að hugsa um eitthvað verkefni!!!!!!

laugardagur, ágúst 09, 2003

Góðan daginn. Maður er svona rétt að jafna sig núna eftir Eyjar. Það var rosalega gaman í Eyjum þetta árið. Föstudags- og laugardagskvöldin tekin með trompi en svo var sunnudagskvöldið aðeins rólegra, ég komst að því að ég er ekki þessi öflugi djammari, tvö kvöld í röð eru meira en nóg fyrir mig.
Ég veit bara ekki hvað ég get skrifað um Eyjar, það gerðist allt og ekkert þar. En hljómsveitinar stóðu fyrir sínu og spiluðu alltaf langt frameftir.
Svo var það málið með hann Árna J. órtúlegt hvað það var gert mikið mál út úr þessu að hann ætti að stjórna brekkusöngnum. Það hefði verðið fáránlegt ef að hann hefði fengið að koma. En þetta var samt nokkuð flott með þyrluna en kannski ekki þess virði að sjá. Svo var ég að horfa á þátt á skjá einum á fimmtudaginn með Gleðisveit Ingólfs og þar var sýnt þegar að drukkni maðurinn átti að hafa opnað pakkann frá Árna. Þar sást bara greinilega að hann tók bréfið ekki upp úr kassanum, hann fór bara í brjóstvasann og náði í það þar. En það rug!!! Og hver var þá tilgangurinn með þyrlunni. USSSSsssss, ussssssssss!!!! Hann Róbert M. stóð sig bara með prýði, og stjórnaði brekkusöngnum mjög vel og hann kunni líka fleiri gripa á gítarnum.

Ég er farin að gera eitthvað.