Ég kíkti á handboltaleik í gær. Eitthvað franskt lið á móti Val, ég hélt að það yrði skemmtilegur leikur en það var vitlaust hjá mér, frekar slappur. Svo enduðum við á því að vera aðeins lengur og byrjuðum að horfa á annan leik og í þeim leik þá fór bara rafmagnið af í Austurbergi og reyndar líka heima hjá mér en það hlýtur að hafa verið furðulegt að vera að spila og svo bara allt í einu púmmm allt slökkt. Og í staðinn fyrir að fara heim þá biðum við í svona c.a. klukkutíma og það var ekkert að gerast. En það var alveg fínt, vorum bara að kjafta.
Og í dag fór ég upp í Mosó að gera eitt rosalega skemmtilegt, ég fór að hringja í fyrirtæki og panta tíma hjá þeim til að koma og taka viðtal við þau, trúið mér það verður eins skemmtilegt og það hljómar :(
Fórum snemma á æfingu í dag og komumst því á leikinn Magdeburg (ekki viss um að þetta sé rétt skrifað en....) - Víkingur. Það var nokkuð góður leikur, Víkingarnir náðu alveg að halda í við þá í nokkurn tíma. Gunni bara strax byrjaður að gera ágætis hluti.
Enn á eldsnemma á morgun þá förum við handboltagengið í "æfingarbúðir" á Apavatn. Leggjum af stað klukkan. 8.15. Gistum þar í eina nótt.