Hér bloggar Berglind of Wales

þriðjudagur, ágúst 19, 2003

Ég varð rosalega menningarleg á laugardaginn og kíkti niður í bæ með Berglindi og Atla. Við röltuðum um í bænum og kíktum á hina ýmsu staði. En það sem við biðum eftir var að hlusta á gamlan ensku kennara okkar úr MS lesa upp úr bók sinni. Það var fínt en svo var bara drifið sig heim til að taka sig til. Því einhver sagði við mig að það tæki mig tímanna tvenna að hafa mig til, ekki alveg sammála því :)
Svo þegar ég var tilbúin þá var það bara Hverfisbarinn here we come!!!! Horfðum samt á flugeldasýninguna og fórum svo inna. Á hvebbanum var rosalegt fjör, maður hitti mikið af mis drukknu fólki og var að skemmta sér með mis drukknu fólki, nefnum engin nöfn. Svo þegar að langt var liðið á kvöldið dróu einhverjir vitleysingar okkur á Sólon sem var ekki eins gaman af því að þar er alltaf alltof mikið af fólki, og ógeðslegur hiti og sviti, ojjjjjjj. Röltum niður í bæ og fengur okkur sveittustu hamborgara sem ég hef smakkað en ég borðaði hann samt því að ég var svo svöng. Ég get ekki sagt annað en að ég sé bara ánægð með það hvað ég endist lengi og var bara bílandi, kom heim klukkan 7!!!!

Svo á sunnudaginn bauð Berglind og Atli mér í bíó og fórum við á Pirates of the Caribbean, hún var allt öðru vísi en ég var búin að búa mig undir. Bjóst við einhverju ógeðslegu og var alveg tilbúin með að setja hendurnar fyrir augun og halda fyrir eyrun, en það þurfti bara ekki á þessari mynd. Hún var bara frekar fyndinn og hann Johnny Depp hélt að mínu mati myndinni uppi.

Svo lítur allt út fyrir það að ég sé á leiðinni til Vestmannaeyja um helgina. Förum með honum Herjólfi, ekki uppáhalds bátnum mínum. Erum að fara að spila á einhverju vinamóti eða eitthvað svoleiðis.

En hún amma mín á STÓR afmæli í dag, hún er ekki nema 80 ára í dag. Ég er búin að senda afmæliskveðjur til Húsavíkur en ég geri það bara aftur núna, koss og knús amma. Til hamingju með daginn!!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home