Hér bloggar Berglind of Wales

laugardagur, ágúst 09, 2003

Góðan daginn. Maður er svona rétt að jafna sig núna eftir Eyjar. Það var rosalega gaman í Eyjum þetta árið. Föstudags- og laugardagskvöldin tekin með trompi en svo var sunnudagskvöldið aðeins rólegra, ég komst að því að ég er ekki þessi öflugi djammari, tvö kvöld í röð eru meira en nóg fyrir mig.
Ég veit bara ekki hvað ég get skrifað um Eyjar, það gerðist allt og ekkert þar. En hljómsveitinar stóðu fyrir sínu og spiluðu alltaf langt frameftir.
Svo var það málið með hann Árna J. órtúlegt hvað það var gert mikið mál út úr þessu að hann ætti að stjórna brekkusöngnum. Það hefði verðið fáránlegt ef að hann hefði fengið að koma. En þetta var samt nokkuð flott með þyrluna en kannski ekki þess virði að sjá. Svo var ég að horfa á þátt á skjá einum á fimmtudaginn með Gleðisveit Ingólfs og þar var sýnt þegar að drukkni maðurinn átti að hafa opnað pakkann frá Árna. Þar sást bara greinilega að hann tók bréfið ekki upp úr kassanum, hann fór bara í brjóstvasann og náði í það þar. En það rug!!! Og hver var þá tilgangurinn með þyrlunni. USSSSsssss, ussssssssss!!!! Hann Róbert M. stóð sig bara með prýði, og stjórnaði brekkusöngnum mjög vel og hann kunni líka fleiri gripa á gítarnum.

Ég er farin að gera eitthvað.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home