Hér bloggar Berglind of Wales

föstudagur, september 28, 2007

Flutt en samt ekki alveg

Jæja þá er maður búin að sofa í nýju íbúðinni í 6 nætur og það hefur bara verið ágætt. Samt finnst mér ég alltaf heyra hin ýmsu hljóð, en ég á örugglega bara eftir að venjast því. Það er búið að setja parket á golfið en það á eftir að setja listana, skildist á öllu að það ætti að klárast í kvöld. Vona það svo að maður geti haft eitthvað meira en bara rúm í íbúðinni. Langar líka í gardínur því að mér finnst handklæðið sem ég er með fyrir gluggan ekkert sérlega smart. En það eina góða við það er að ég get alltaf veirð að breyta um lúkk á gardínunum mínum.En planið er sem sagt að flytja á morgun.

Af herþjálfuninni að frétta er að ég er að alveg að fíla þetta og á við smá valkvíða að stríða núna. Langar að fara á næsta námskeið (samt alveg 2 vikur af þessu) en mig langar líka í magadans. Humm hvað skal gera?? Samt er ég ekki sátt við það að ég er ekki búin að léttast um gramm, eiginlega er ég búin að bæta smá á mig. Sem er náttúrulega ekki gott þar sem ég fór í þetta til þess aða léttast og að vísu líka bæta þolið. Þannig að í raun verð ég eiginlega að fara á annað námskeið. Eða þá bara að hætta að borða svona mikið.
Fór svo í hattaþema-afmæli til Hildar P á laugardaginn. Læt eina mynd fylgja með af okkur Hildi og Ragnheiði.

Ótrúlega hipp og kúl.


Jæja, Berglind sem stendur í fluttningum og er með valkvíða kveður að sinni.

miðvikudagur, september 19, 2007

Búin að fá lyklana

Jæja, þá er maður búin að fá lyklana að íbúðinni, fékk þá á mánudaginn. Nú þarf bara að parketleggja og svo að setja upp ofn á nýjan stað. Ætlum nefninlega að færa ofninn sem var því að hann var ekki á góðum stað. Það verður byrjað að parketleggja í kvöld og ég veit ekki hvað það mun taka langan tíma. En svo þarf að setja upp nýja ofnana en það verður sennilega ekki gert á næstunni þar sem pabbi fer aftur til Egilsstaða í kvöld og ég er ekki viss hvenær hann kemur aftur. Allavega er ég ekki að fara að setja einhvern ofn upp. En ég hlýt að geta flutt inn þó að það séu ekki ofnar í stofunni.

Versta við svona að þegar ég er að kaupa eitthvað þá vil ég að það sé bara allt tilbúið, nenni ekki að standa í svona veseni, reyndar hef ég ekkert verið í því aðalega pabbi og mamma. Ég þarf víst að vinna og því enginn tími nema á kvöldin til að gera neitt.

Jæja læt þetta gott heita, ætlaði bara aðeins að update-a fólkið.

fimmtudagur, september 13, 2007

Svolítið dýrt fyrir að....

....svamla í annara manna drullu. Ég fór í Bláa Lónið á laugardaginn með Helenu og Betu. Ég hef ekki farið þangað síðan að ég held gamla lónið var. Það er mjög gaman að koma þarna og slappa af en mér blöskraði hvað það er orðið ógeðslega dýrt að fara í þetta blessaða Bláa Lón, 1800 ISK!!! Ég er allavega ekki að fara þangað aftur á næstunni, ekki það að það væri hvort eð er mjög ólíklegt að ég færi ennnnn.
Svo kíktum við á Fjöruborðið á Stokkseyri og umm hvað það var gott að borða þar. Fer pottþétt aftur þangað.

Annars gengur herþjálfunin fínt og ég er sko alveg að fíla þetta. Orðin ágæt í skrokknum. Við fórum í vigtun á mánudaginn og ég sver það talan blikkar ennþá í hausnum á mér, ég er orðin svo þung. En þá er málið bara að taka meira á í þjálfuninni. Eins gott samt þegar ég fer í vigtun aftur að þessi tala hafi minnkað eitthvað.

En þar til næst.

mánudagur, september 03, 2007

Nýjustu fréttirnar

Jæja þá er maður fluttur úr Jakaselinu og verð ég að segja að ég sakna þess voðalega mikið. Ef ég hefði átt nógu mikinn pening þá hefði ég nú keypt það sjálf en það var víst ekki í boði. Núna er ég hjá henni Sigurveigu systur þar til ég fæ íbúðina mína afhenta en það verður sennilega ekki fyrr en um miðjan september og þá á eftir að parketleggja. Verð nú að segja að ég er ekkert úber spennt fyrir þessu, hef ekki verið sú besta í því að búa ein ennnnnnnnn svona er víst lífið.

Svo er ég að koma mér inní nýtt starf innan vinnunar og það hefur verið svolítið stessandi þar sem ég er búin að vera með mitt "gamla" starf líka. En það breytist núna þar sem í dag kom stelpan sem tekur við af mér og þá get ég vonandi farið að sofa heila nótt og hætt að vakna klukkan hálf fimm vegna stress.

Ég ákvað svo að skella mér með henni Helenu í herþjálfun í sporthúsinu og var fyrsti tíminn í kvöld. Ég var svo búin á því, vissi að ég var með lítið þol en fyrr má nú vera. Jebb ég ar manneskjan sem þurfti að setjast niður og fá mér að drekka því að mig svimaði svo mikið og svo vildi ekki betur til en að ég gubbaði líka. Já ég veit ég á ekki að vera að segja nokkrum manni frá þessu, en þetta er kannski gott spark í rassinn um að fara að hreyfa mig meira. Reyndar spilaði sennilega inní að ég hafði ekki borðað nógu mikið yfir daginn. Held mig bara við það ;)

Jæja, ég ætla að hafa þetta nóg í bili, á erfitt með að slá inn vegna skjálfta í höndunum.