Búin að fá lyklana
Jæja, þá er maður búin að fá lyklana að íbúðinni, fékk þá á mánudaginn. Nú þarf bara að parketleggja og svo að setja upp ofn á nýjan stað. Ætlum nefninlega að færa ofninn sem var því að hann var ekki á góðum stað. Það verður byrjað að parketleggja í kvöld og ég veit ekki hvað það mun taka langan tíma. En svo þarf að setja upp nýja ofnana en það verður sennilega ekki gert á næstunni þar sem pabbi fer aftur til Egilsstaða í kvöld og ég er ekki viss hvenær hann kemur aftur. Allavega er ég ekki að fara að setja einhvern ofn upp. En ég hlýt að geta flutt inn þó að það séu ekki ofnar í stofunni.
Versta við svona að þegar ég er að kaupa eitthvað þá vil ég að það sé bara allt tilbúið, nenni ekki að standa í svona veseni, reyndar hef ég ekkert verið í því aðalega pabbi og mamma. Ég þarf víst að vinna og því enginn tími nema á kvöldin til að gera neitt.
Jæja læt þetta gott heita, ætlaði bara aðeins að update-a fólkið.
8 Comments:
Hæ. Til hamingju með íbúðina. Hlakka til að koma og skoða.
Kv:Hafdís frænka.
Innilega til hamingju með nýju íbúðina skvísa! :)
Vááá öfunda þig sko alveg.... :)
Takk fyrir kveðjurnar.
Já þú verður svo bara að drífa þig í heimsókn Hafdís. Læt þig vita þegar ég flyt inn.
Og Áslaug við verðum svo að fara að hittast, aldrei að vita nema að ég bjóði ykkur bara í nýju íbúðina mína.
Ég er mega spennt að koma og sjá!!
Auður
Já þú verður að koma og sjá áður en þú ferð á vit ævintýranna. Annars er svo langt þangað til að þú getir kíkt.
ég bíð þá bara eftir boði :-). það er bara ein og hálf vika í ferðina mína ;-) vívíví.... Auður
Hjartanlega til hamingju með að vera búin að fá lyklana. Ekkert smá spennandi :)
Gangi þér vel með ofnana.
Kveðja Svava Júlía
já enn og aftur til hamingju :)
Ekkert smá flott íbúð...
...og hvenær á svo að halda innflutningspartýið??!!! kv. Herdis
Skrifa ummæli
<< Home