Hér bloggar Berglind of Wales

föstudagur, september 28, 2007

Flutt en samt ekki alveg

Jæja þá er maður búin að sofa í nýju íbúðinni í 6 nætur og það hefur bara verið ágætt. Samt finnst mér ég alltaf heyra hin ýmsu hljóð, en ég á örugglega bara eftir að venjast því. Það er búið að setja parket á golfið en það á eftir að setja listana, skildist á öllu að það ætti að klárast í kvöld. Vona það svo að maður geti haft eitthvað meira en bara rúm í íbúðinni. Langar líka í gardínur því að mér finnst handklæðið sem ég er með fyrir gluggan ekkert sérlega smart. En það eina góða við það er að ég get alltaf veirð að breyta um lúkk á gardínunum mínum.En planið er sem sagt að flytja á morgun.

Af herþjálfuninni að frétta er að ég er að alveg að fíla þetta og á við smá valkvíða að stríða núna. Langar að fara á næsta námskeið (samt alveg 2 vikur af þessu) en mig langar líka í magadans. Humm hvað skal gera?? Samt er ég ekki sátt við það að ég er ekki búin að léttast um gramm, eiginlega er ég búin að bæta smá á mig. Sem er náttúrulega ekki gott þar sem ég fór í þetta til þess aða léttast og að vísu líka bæta þolið. Þannig að í raun verð ég eiginlega að fara á annað námskeið. Eða þá bara að hætta að borða svona mikið.




Fór svo í hattaþema-afmæli til Hildar P á laugardaginn. Læt eina mynd fylgja með af okkur Hildi og Ragnheiði.

Ótrúlega hipp og kúl.


Jæja, Berglind sem stendur í fluttningum og er með valkvíða kveður að sinni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home