Hér bloggar Berglind of Wales

föstudagur, júní 22, 2007

Valkvíði

Ég get sagt að ég sé með valkvíða þessa stundina, er að versla mér gleraugu og ég get ómögulega valið milli þriggja gleraugna. Fór í búðina í gær og kom heim með fjórar spangir því að ég ætlaði að melta þetta. En núna er ég engu nær, er búin að fá álit hjá fólki í vinnunni en þau skiptust eiginlega jafnt á það að finnast tvenn gleraugu flottust. Já mér finnst ekkert smá flókið að ákveða hvaða gleraugu ég eigi að kaupa, hvernig á ég að finna mér íbúð!!!
Annars er mín að fara á djammið næstu tvo daga, stelpupartý í kvöld og svo vinnupartý á morgun. Ég sé til hvort að ég drekki í kvöld, hef aldrei verið mikil drykkjumanneskja, en það kemur í ljós.

Góða helgi,

Berglind óákveðna.

þriðjudagur, júní 19, 2007

Ekki nettengd

Það verður eitthvað lítið um blogg næstu daga þar sem ég er ekki nettengd heimahjá mér.
Annars er ég búin að vera ágætlega upptekin seinustu daga. Fór í svakalega flotta úrskriftarveislu til hennar Auðar á laugardaginn, hún var að útskrifast úr ferðamálafræði. Til hamingju enn og aftur Auður mín.
17. júní kíkti ég í bæinn frekar í fyrralagi. Skildi ekki hvað það voru fáir í bænum en svo þegar ég sá 17. júní gönguna koma niður laugarveginn þá áttaði ég mig á því að við fórum bara of snemma í bæinn. Vorum frekar lengi í bænum þar sem ég ætlaði að sjá hópinn minn sýna magadans. Rosalega flott hjá þeim, og finnst þær ekkert smá hugrakkar að hafa þorað þessu. Ekki þorði ég því!!
Svo var það leikurinn um kvöldið, vá hvað ég hefði viljað vera á leiknum, var ekkert smá öfundsjúk út í Hrund systir fyrir að vera á leiknum, svaka stemmning.

En í dag eiga allir að vera í bleiku. Ég var ekki að finna neitt nema bleika skartgripi þannig að ég er með þá og svo mætti ég í fína bleika hlaupajakkanum mínum (sem hefur ekkert verið notaður í slíkt), ekkert sérlega smart, en hvað gerir maður ekki fyrir málstaðinn.

fimmtudagur, júní 07, 2007

Það borgar sig greinilega að vera frægur

Vá ég á ekki til orð yfir þessu með Paris Hilton. Hvað var verið að dæma hana í fyrsta lagi fyrst að hún fær að fara úr fangelsinu eftir 3 daga, og nota bene var ekki þar sem almúginn er. Fáranlegt! Þó að þú sért frægur og átt nóg af peningum þá eiga sömu reglur að gilda fyrir þig eins og alla hina.

Jæja, varð bara að koma þessu frá mér.

Ein alveg brjáluð.

föstudagur, júní 01, 2007

Finnst ég vera komin í langt sumarfrí

Merkilegt þegar ég fer í sumarfrí í skúringunum þá finnst mér ég bara vera komin í svakalegt frí þó að ég sé í fullri vinnu í aðalvinnunni minni. Mér finnst ég bara hafa allan daginn eftir þegar ég kem heim. Dagurinn í dag er reyndar fyrsti í fríi en ég sé bara þegar ég er búin í vinnunni þá er svo mikið eftir af deginum. Svo er ég búin að ákveða það að vera ofurdugleg í sumar að mæta í ræktina eftir vinnu, við skulum nú sjá hvað það endist lengi.

Annars var ég voðalega upptekin seinustu helgi. Fór á magadanssýninguna sem var mjög gaman að sjá, vona að ég verði einhvern tíman svona góð. Á laugardaginn vorum við Hildur voða flottar á því og buðum fjölskyldunni út að borða á VOX bistroinu. Uummmm það var ekkert smá gott, þriggja rétta og alles. Alltaf jafn gott að borða á VOX-inu.
Á sunnudaginn varð Sigurveig systir 30 ára og hélt hún partý til að halda uppá það. Það var ljótu eyrnalokka þema fyrir stelpurnar og ljóta binda þema fyrir strákana. Ég vann ekki þó að mínir eyrnalokkar voru mjög ljótir. En það var svaka fjör í afmælinu.

Svo er stefnan tekin á Esjuna á morgun, það á að slá met í þátttöku, og verður maður ekki að vera með í því? En það fer reyndar eftir veðri, fer örugglega ekki ef það rignir.

Jæja, hef ekkert meira að segja.