Ekki nettengd
Það verður eitthvað lítið um blogg næstu daga þar sem ég er ekki nettengd heimahjá mér.
Annars er ég búin að vera ágætlega upptekin seinustu daga. Fór í svakalega flotta úrskriftarveislu til hennar Auðar á laugardaginn, hún var að útskrifast úr ferðamálafræði. Til hamingju enn og aftur Auður mín.
17. júní kíkti ég í bæinn frekar í fyrralagi. Skildi ekki hvað það voru fáir í bænum en svo þegar ég sá 17. júní gönguna koma niður laugarveginn þá áttaði ég mig á því að við fórum bara of snemma í bæinn. Vorum frekar lengi í bænum þar sem ég ætlaði að sjá hópinn minn sýna magadans. Rosalega flott hjá þeim, og finnst þær ekkert smá hugrakkar að hafa þorað þessu. Ekki þorði ég því!!
Svo var það leikurinn um kvöldið, vá hvað ég hefði viljað vera á leiknum, var ekkert smá öfundsjúk út í Hrund systir fyrir að vera á leiknum, svaka stemmning.
En í dag eiga allir að vera í bleiku. Ég var ekki að finna neitt nema bleika skartgripi þannig að ég er með þá og svo mætti ég í fína bleika hlaupajakkanum mínum (sem hefur ekkert verið notaður í slíkt), ekkert sérlega smart, en hvað gerir maður ekki fyrir málstaðinn.
1 Comments:
Takk sömuleiðis fyrir mig! Ég skemmti mér konunglega og þú vonandi líka sæta mín!! Heyrumst bráðlega! Kv. Auður
Skrifa ummæli
<< Home