Hér bloggar Berglind of Wales

miðvikudagur, maí 24, 2006

Úti er alltaf að snjóa.....

Já ég hélt að það væri kominn maí en það snjóaði í gær. Ekki nógu gott, ég var búin að taka sumarjakkann fram en þurfti bara að fara í vetrarúlpunni í vinnuna, þar sem það var svo ógeðslega kalt úti. Alveg glatað. En við fengum samt heitt kakó og pönnsur í vinnunni til að hita okkur. En svo var ég að hlusta á útvarpið í morgun og ég held að við ættum bara að vera fegin hérna í bænum þar sem nemendafélags hópur úr MH er búinn að vera veðurteptur út í Hrísey síðan á laugardaginn. Besti staðurinn til þess að vera veðurteptur á!!!

En ég hafði nóg að gera seinustu helgi.
Fór í kveðjupartý til Hildar Ó sem var haldið fyrir hana Hildi Ýr þar sem hún er að fara á vit ævintýranna í L.A. Þar ætlar hún í leiklistarnám þannig að það er aldrei að vita nema hún birtist á skjánum bráðlega. Það var rosalega gaman í partýinu og bænum, langt síðan að ég hef skemmt mér svona vel í bænum.

Á laugardaginn vaknaði maður nú frekar “þreyttur“ og fór að hjálpa Sigurveigu og Óla að flytja í nýju fínu íbúðinna þeirra. Gat að vísu ekki hjálpað mikið þar sem ég fór svo til Grundarfjarðar seinnipartinn í afmæli til hennar Helgu sem á einmitt afmæli í dag. Til hamingju með daginn Helga.
Horfðum þar á Evróvision og ég er mjög sátt við úrslitin. Hélt með vinningslandinu sko.

Á sunnudaginn var svo brunað í bæinn og lítið gert það sem eftir var dags. En mér tókst samt að klára að lesa Da Vinci, já þetta er sko afrek út af fyrir sig, byrjaði á henni fyrir um einu og hálfu ári síðan. Er sem sagt ekki mikill lestrarhestur (það skal samt tekið fram að bókin týndist í hálft ár). Varð að klára bókina svo að ég gæti séð myndina.

Svo í kvöld er ég að fara í útskriftarveislu hjá honum Magga hennar Hrundar systur. Til hamingju með áfangann Maggi.

Kveð að sinni,

Berglind

P.s. Hildur Ýr ég er ennþá að vinna í því að setja inn myndirnar frá því á föstudaginn ;)

mánudagur, maí 15, 2006

Helgin

Það var mikið að gera um helgina, mér til mikillar ánægju, mér finnst nefninlega frekar leiðinlegt þegar þær fara bara í hangs.

Fór á reunion með Tækniháskólanum á föstudaginn, það var nú hægt að segja að það væri fáment en góðment á þeim hittingi, ætli við höfum ekki verið svona 15-20 sem mættum. Ég stoppaði að vísu ekki lengi en fínt að fá smá uppdate frá fólkinu.

Á laugardaginn fór ég í íbúðina hennar Sigurveigar og ætlaði að færa Heiðu Björg gjöf, en pæjan var ekki á staðnum og við fengum ekki að fara, vorum látnar þræla þarna í íbúðinni. Í þetta skiptið fékk ég að gera aðeins meira en að opna parket pakka, já ég fékk að grunna gólfið, rosalega flott hjá okkur.
Um kvöldið fór ég svo í afmæli til hans Gunnars Helga sem varð 25 ára í gær. Til lukku með daginn Gunnar!!!

Svo í gær reyndi ég að ná mér í smá brúnku í sólinni og ég held að mér hafi tekist að fá smá far. Ég má sko ekki vera mikið á eftir Berglindi og Helgu í sólbrúnkufarinu ;)
En eftir að hafa náð mér í smá brúnku fór ég í fermingarveislu til hennar Urðar frænku. Rosalega flott veisla.

En úr einu í annað. Var að horfa á fréttirnar áðan, díses ég er ekki að fatta svona. Það sem ég er að hneikslast yfir er auðvitað aðalmálið sem er í gangi hérna á Klakanum, Eyþór Arnalds að keyra ölvaður. Ok, hann er búinn að viðurkenna þetta og þykir þetta voða leitt en svo var viðtal við hann Geir H. og þar segir í hann: Já þetta er náttúrulega hræðilegt mál sem hann Eyþór LENTI Í!!!! Já, já hann lenti bara í því að fá sér áfengi með matnum og svo að keyra heim, EINMITT!!!! Þetta var svona álíka heimskuleg afsökun eins og þegar fólk segist hafa bara lent í framhjáhaldi. Skil ekki svona.

Já, svona eru þeir góðir þessir Sjálfstæðismenn!!!!

Kveð að sinni.....

fimmtudagur, maí 11, 2006

Fleiri próf....

Ég verð alltaf að prófa svona dót sem ég sé á öðrum síðum, en þetta þýðir víst nafnið mitt.

Babe Expertly Rendering Glorious Loving and Intense, Naughty Delights

þriðjudagur, maí 09, 2006

Það sem hefur á daga mína drifið seinustu vikur....

-Fór í 25 ára afmæli hjá henni Auði

-Vann á tónleikum hjá Garðari Thor Cortes

-Hitti Freyju og stelpurnar úr vinnunni á Vegamótum þar sem Freyja var á klakanum

-Festist fyrir framan skjáinn þar sem ANTM er byrjað

-Fór á djammið með nokkrum stelpum úr vinnunni

-Kíkti á útskriftarsýningu Listaháskólans þar sem Gunnar Helgi var með verk

-Eignaðist litla frænku (Innilega til hamingju Hreiðar og Gunna)

-Sólaði mig í góða veðrinu

Jamm ég er nú ekki búin að afreka meira en þetta síðan ég skrifaði síðast. Svo kíkir maður kannski á reunion hjá THÍ á föstudaginn og svo er fermingarveisla á sunnudaginn.

Annars þarf ég að fara að dusta rykið af línuskautunum mínum, og nýta góða veðrið.

En svo á ég bara eftir að fara að skúra 16 sinnum þangað til að ég fer í 3ja mánaða sumarfrí frá þeim, get ekki beðið!!!!