Úti er alltaf að snjóa.....
Já ég hélt að það væri kominn maí en það snjóaði í gær. Ekki nógu gott, ég var búin að taka sumarjakkann fram en þurfti bara að fara í vetrarúlpunni í vinnuna, þar sem það var svo ógeðslega kalt úti. Alveg glatað. En við fengum samt heitt kakó og pönnsur í vinnunni til að hita okkur. En svo var ég að hlusta á útvarpið í morgun og ég held að við ættum bara að vera fegin hérna í bænum þar sem nemendafélags hópur úr MH er búinn að vera veðurteptur út í Hrísey síðan á laugardaginn. Besti staðurinn til þess að vera veðurteptur á!!!
En ég hafði nóg að gera seinustu helgi.
Fór í kveðjupartý til Hildar Ó sem var haldið fyrir hana Hildi Ýr þar sem hún er að fara á vit ævintýranna í L.A. Þar ætlar hún í leiklistarnám þannig að það er aldrei að vita nema hún birtist á skjánum bráðlega. Það var rosalega gaman í partýinu og bænum, langt síðan að ég hef skemmt mér svona vel í bænum.
Á laugardaginn vaknaði maður nú frekar “þreyttur“ og fór að hjálpa Sigurveigu og Óla að flytja í nýju fínu íbúðinna þeirra. Gat að vísu ekki hjálpað mikið þar sem ég fór svo til Grundarfjarðar seinnipartinn í afmæli til hennar Helgu sem á einmitt afmæli í dag. Til hamingju með daginn Helga.
Horfðum þar á Evróvision og ég er mjög sátt við úrslitin. Hélt með vinningslandinu sko.
Á sunnudaginn var svo brunað í bæinn og lítið gert það sem eftir var dags. En mér tókst samt að klára að lesa Da Vinci, já þetta er sko afrek út af fyrir sig, byrjaði á henni fyrir um einu og hálfu ári síðan. Er sem sagt ekki mikill lestrarhestur (það skal samt tekið fram að bókin týndist í hálft ár). Varð að klára bókina svo að ég gæti séð myndina.
Svo í kvöld er ég að fara í útskriftarveislu hjá honum Magga hennar Hrundar systur. Til hamingju með áfangann Maggi.
Kveð að sinni,
Berglind
P.s. Hildur Ýr ég er ennþá að vinna í því að setja inn myndirnar frá því á föstudaginn ;)
3 Comments:
Já til hamingju með daginn Helga;)
Kv. Herdís
(brrrrr kuldahrollur!!!)
Humm nei ég vissi það ekki. Það hefði kannski verið fljótari lausn fyrir mig!!!
Hæ Berglind mín, ég var búinn að gleyma að þú værir með blogg...... En takk fyrir síðast, gott trúnó.
Skrifa ummæli
<< Home