Það sem hefur á daga mína drifið seinustu vikur....
-Fór í 25 ára afmæli hjá henni Auði
-Vann á tónleikum hjá Garðari Thor Cortes
-Hitti Freyju og stelpurnar úr vinnunni á Vegamótum þar sem Freyja var á klakanum
-Festist fyrir framan skjáinn þar sem ANTM er byrjað
-Fór á djammið með nokkrum stelpum úr vinnunni
-Kíkti á útskriftarsýningu Listaháskólans þar sem Gunnar Helgi var með verk
-Eignaðist litla frænku (Innilega til hamingju Hreiðar og Gunna)
-Sólaði mig í góða veðrinu
Jamm ég er nú ekki búin að afreka meira en þetta síðan ég skrifaði síðast. Svo kíkir maður kannski á reunion hjá THÍ á föstudaginn og svo er fermingarveisla á sunnudaginn.
Annars þarf ég að fara að dusta rykið af línuskautunum mínum, og nýta góða veðrið.
En svo á ég bara eftir að fara að skúra 16 sinnum þangað til að ég fer í 3ja mánaða sumarfrí frá þeim, get ekki beðið!!!!
1 Comments:
Takk kærlega fyrir kvedjuna!
Skrifa ummæli
<< Home