Hér bloggar Berglind of Wales

föstudagur, febrúar 24, 2006

Út að borða

Maður heldur bara uppteknum hætti síðan síðustu helgi. Er að fara út að borða í kvöld og á morgun. Nokkuð flott á því!!!
Við systur ætlum að bjóða múttu út að borða í kvöld því að hún á afmæli. Jamm hún segist vera 35 og auðvitað trúir maður því. Til hamingju með daginn mamma.

Svo á morgun er ég að fara út að borða með Helenu og Betu úr Tækniháskólanum. Svo á að kíkja á djammið á eftir.

En þar sem ég er að fara út að borða í kvöld þá kemst ég ekki í afmælið til hennar Örnu þar sem afmælið er haldið í sumarbústað rétt hjá Borganesi og ég er ekki alveg að treysta mér á mínum litla bíl að keyra þangað eftir matinn. En svona er þetta bara maður verður að velja og hafna.

Jamm svo eignaðist ég lítinn frænda 22 febrúar. Hann er algjört krútt! Til hamingju með drenginn Viðar og Jóhanna.

Annars segi ég bara góða helgi,

Berglind átvagl.

þriðjudagur, febrúar 21, 2006

London

Ég fór til London á föstudaginn með nokkrum úr vinnunni. Sem betur fer var ég svona nokkurn vegin búin að ná mér af flensunni. Fórum um morguninn og lentum um 12 á Heathrow. Þaðan var farið uppá hótel til þess að losa sig við farangurinn. Verð að viðurkenna það að ég varð fyrir smá vonbrigðum þegar ég sá herbergin. Það var nebla búið að líkja þessu við Nordica og ég gat ekki séð hvað var svona líkt!! Við fengum líka reykherbergi og ég sem er svo á móti reykingum var ekki alveg sátt við það. Það var sko teppi á gólfinu þannig að þið getið rétt svo ímyndað ykkur fíluna í herberginu. Fengum svo að skipta um herbergi þegar við komum til baka um kvöldið.

Svo var haldið á leið í bæinn og fórum við og fengum okkur að borða á Wagamama. Mjög skemmtilegur veitingarstaður sem lúkkar svolítið eins og stór matsalur í skóla en maturinn var ekkert smá góður, ummmm. Eftir það var farið að sjoppa smá á Oxford street.

Um kvöldið fórum við svo á Líbanskan stað sem heitir að mig minnir Noura og hann var rosalega flottur og kósí og maturinn mjög góður. Keyptum svona smá rétti sem voru fyrir alla. Svo var bara farið á hótelið.

Á laugardaginn var svo reynt að vakna snemma til þess að nýta tímann sem best. Við ákváðum að fá okkur morgunmat á hótelinu og þetta var frekar tíkarlegur morgunmatur. Maður þurfti alltaf að biðja um matinn. Það var eiginlega bara ristabrauð í boði og nokkur sætabrauð. Frekar skrítið þar sem maður er vanur hlaðborðum. Svo var farið á Oxford Street aftur til að sjoppa meira. Keypti ekkert brjálað mikið en kom samt ekkert tómhent heim :)

Svo um kvöldið fórum við á veitingarstað sem heitir Asia de Cuba, hann er inná hóteli. Sá staður var líka frábær og eftirrétturinn magnaður. Skemmtilegur staður sem gefur sig út fyrir að vera fjölskyldustaður og fólk deilir matnum. Samt verður maður að passa sig á því að mæta á réttum tíma því að maður fær bara vissan tíma. Við heyrðum einmitt sögur af því að fólk sem var að borða þarna og tíminn þeirra var búinn, þá var bara tekið af þeim diskurinn og sagt sorry tíminn búinn. Við mættum reyndar frekar seint en við fengum alveg að vera lengur. Kannski bara því að það var ekki fullpantað. En eftir matinn fórum við uppá hótel. Við vorum frekar léleg í því að djamma sem var svo sem fínt því að þá gat maður nýtt dagana betur og líka það að ég var hálf slöpp.

Á sunnudaginn fór helmingurinn af hópnum heim um hádegi en ég, Hildur og Íris ákváðum að fara með seinni vélinni. Við höfðum það bara notalegt. Fórum að skoða og svona. Reyndar var búið að segja við okkur að fara og kíkja á hina og þessa staði og taka bara lestina á einn stað, sem og við gerðum. Og þegar við komu á þann stað þá vissum við ekki alveg hvar við vorum. Frekar mikið að skrifstofubyggingum í kring og ekki mikið af fólki. En við ákváðum bara að labba af stað og svo komum við alltaf á einhver stað sem var búið að segja okkur á kíkja á, þó svo að við vissum ekkert hvar við værum, vorum náttúrulega ekki með neitt kort. En við fórum sem sagt í SoHo, og römpuðum inná þar sem BAFTA verðlaunin voru að fara að byrja og enduðum svo á Oxford street. Mjög gaman að rölta bara svona um borgina. Fórum svo heim um kvöldið rosalega þreyttar.

En næst þegar ég fer til London ætla ég að kíkja í Notting Hill og fara í London eye. Komst ekki þangað um helgin.

Jæja þetta er orðið meira enn nóg. Er að hlaða inn myndum frá sumó og ætla svo að setja London myndir inn við gott tækifæri.

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Lasin!

Já ég fór heim úr vinnunni í gær lasin. Get ekki sagt það að ég sé búin að skemmta mér hérna heima. Samt búin að horfa á nokkra þætti með desperet house wifes og það er svo sem aldrei leiðinlegt. Það var samt svo típískt að ég hafi orðið veik þar sem ég var nýbúin að tjá mig um það að ég fengi nú sjaldan flensu og væri frekar heppin hvað það varðar, hefði ALDREI átt að segja það og tek það allt til baka núna. En núna held ég að allir í vinnunni minni séu búnir að fá þessa flensu. Þetta er sko ljóta flensan.

Jæja,

Lassaruss kveður að sinni.

mánudagur, febrúar 13, 2006

Sú allra misheppnaðasta!!!

Já seinustu vikur hef ég verið svo ótrúlega misheppnuð (óheppin) að það er orðið frekar pirrandi.Sem dæmi:
Ég mætti loksins í ræktina og fór í spinning. Þar sem ég var ekki búin að hreyfa á mér rassgatið í um 2 mánuði var þetta frekar erfiður tími og í seinasta laginu ætlaði ég bara að hjóla mig niður. Var þá sko orðin rauðflekkótt í framan og átti erfitt með andardrátt. Neibb það mátti víst ekki.
Kennarinn gargaði á mig: Haltu áfram, og ég bara: Nei (varð ennþá rauðari í framan), ég er bara búin á því. Það var víst ekki nógu gott svar þannig að kennarinn hoppaði af hjólin og fór beint fyrir framan mig og gargaði hærra: Áfram og ég bara: Neeii get ekki meira. Og hún: Ég hoppaði af hjólinu fyrir þig!!!! Hvað var það, þannig að ég þorði ekki öðru en að fara að hjóla eins og átti að gera og alveg að springa.

Jæja svo var seinni endurkoma mín í ræktina svo svakaleg að slíkar harðsperrur sem ég var með hef ég aldrei fengið. Átti erfitt með gang. Mín ætlaði bara að taka svona vel á því í kellinga fótatækinu. Man það að hafa það ekki svona þungt næst!
Svo í vinnunni 2 dögum seinna þegar ég áttin verst með gang, dett ég um einn kannt og þá varð mér ennþá meira illt. Algjört nörd.

Svo til að toppa þetta allt saman þá datt ég aftur í dag um kanntinn nema núna datt ég alveg á gólfið. Migsteig mig svona og lenti á hnéinu. Vá hvað það var vont og ég tel mig bara heppna að hafa ekki öklabrotið mig um leið og ég datt. Frekar neyðarlegt og svo hló Hildur systir mín svo mikið að ég skammaðist mín ennþá meira. Skil ekki hvernig ég fór að þessu. Enn eftir á þá var þetta frekar fyndið en samt ógó vont.

Annars var bara farið á tjúttið um helgina og báða dagana. Það gerist nú ekki oft og ég fattið það í gær afhverju. Ég var frekar "þreytt" í allan gærdag :)

En eftir svona viku trúi ég ekki örðu en að lagið með henni Alanis Morissette, Ironic, hafi verið samið um neinn annan en MIG!!!

Leyfði því textanum að fljóta með svo þið skiljið hvað ég á við ;)

An old man turned ninety-eight
He won the lottery and died the next day
It's a black fly in your Chardonnay
It's a death row pardon two minutes too late
And isn't it ironic...dontcha think

It's like rain on your wedding day
It's a free ride when you've already paid
It's the good advice that you just didn't take
Who would've thought...it figures

Mr. Play It Safe was afraid to fly
He packed his suitcase and kissed his kids goodbye
He waited his whole damn life to take that flight
And as the plane crashed down he thought
"Well isn't this nice..."
And isn't it ironic...dontcha think

It's like rain on your wedding day
It's a free ride when you've already paid
It's the good advice that you just didn't take
Who would've thought...it figures

Well life has a funny way of sneaking up on you
When you think everything's okay and everything's going right
And life has a funny way of helping you out when
You think everything's gone wrong and everything blows up
In your face

A traffic jam when you're already late
A no-smoking sign on your cigarette break
It's like ten thousand spoons when all you need is a knife
It's meeting the man of my dreams
And then meeting his beautiful wife
And isn't it ironic...dontcha think
A little too ironic...and yeah I really do think...

It's like rain on your wedding day
It's a free ride when you've already paid
It's the good advice that you just didn't take
Who would've thought...it figures

Life has a funny way of sneaking up on you
Life has a funny, funny way of helping you out
Helping you out
Alanis Morissette - Ironic

Berglind misheppnaða kveður að sinni......

föstudagur, febrúar 10, 2006

Frekar fyndið

Var að fá þetta sent á maili áðan og fannst þetta svo sniðugt þannig að ég ákvað að setja þetta á netið. Þetta eru nafnapælingar

Það er náttúrlega nauðsynlegt að færa lestrarbækurnar til nútímans svo
börnin finni sig í þeim:

Bekkjarafmælið
Ósk Ýr gekk rösklega með Brand Ara í afmælið til Egils Daða því hún var
að verða of sein að sækja Leif Arnar og Loft Stein í leikskólann. Borgar
Vörður, pabbi Egils Daða, tók á móti þeim.
Þarna voru Lind Ýr, Líf Vera, Sól Hlíf og Hreinn Bolli.
Erlendur Hreimur kom blaðskellandi innan úr stofunni og vinkonurnar Vísa
Skuld og Dís Ester fast á hæla honum.
Mýra Þoka lét lítið fyrir sér fara úti í horni.
Innan úr herbergi Egils Daða bárust ógurlegir skruðningar –
"#%=&#$&/(=!z#$!/!=!
Línus Gauti, Barði Vagn og Mist Eik voru greinilega mætt. En hvar var Ríta
Lín?
Fyrir utan var Sædís Líf í rauðum fólksvagni.
Hægt og sígandi nálgaðist Jökla Þoka eftir stígnum.
Hún var orðin alltof sein í afmælið.

Góð helgi