Hér bloggar Berglind of Wales

sunnudagur, október 19, 2003

Tja haldið þið að við stelpurnar í Fylkir/ÍR hafi bara ekki tekið okkur til og unnið Víkings stelpurnar í dag. Unnum með einu marki og var það mjög svo verðskuldaður sigur. Annars er bara næsti leikur ekki fyrr en 29. eða 30 okt., bikarleikur við FH.

Það er annars ekkert að frétta hjá mér, bara að drukkna í verkefnum. Gaman það :) Búin að fara í skólann á hverjum degi í svona tvær vikur eða meira. Þannig að dagarnir eru farnir að renna í eitt. Og til að toppa þetta þá fór ég að sofa klukkan átta í gær. Frekar illa farið með laugardagskvöld, en svona er þetta bara.

sunnudagur, október 05, 2003

Leikurinn hjá okkur fór ekki vel á laugardaginn, töpuðum með 4 mörkum. Ekki alveg nógu sátt með þetta, við erum eitthvað svo aðeins of stressaðar. En það kemur allt.

Verð að segja að það hafi verið gaman á æfingu á föstudaginn. Þegar ég kem inn í Fylkishöllina ( er sem sagt að mæta aðeins of seint á æfingu) þá heyri ég þvílík hróp og hugsaði með mér; ég vona að þessi hljóð eru frá einhverjum sem eru að æfa karete í einum salnum þarna í Fylkishöllinni. EN svo var ekki, þegar ég kom inní salinn þá stóðu stelpurnar í hring og voru að hrópa eitthvað og gera bylgu. Var ekki að fatt neitt. Svo áttu þær að loka augunum og klappa og kalla eitthvað. Þá kemur Hekla inn og fer inn í hringinn og þegar þær opna augunn þá sendur Hekla inn í hringnum og þær misstu allar andlitið þegar þá sáu hana. Ekki alveg sú mannseskja sem þær bjuggust við. Og voru sem sagt þessi hróp og köll bara bull til að koma Heklu inn í hringinn án þess að þær sæju til. En Hekla er sem sagt komin heim til að vera og er það gott mál fyrir okkur í liðinu. Velkomin heim Hekla!!!!

En hann Hermann frændi átti afmæli í gær 23 ára, til hamingju!!!!!

Núna þarf maður að fara að drífa sig upp í skóla og vinna verkefni.

fimmtudagur, október 02, 2003

Tja það er svo mikið að gera í skólanum þessa stundina að það hálfa væri nóg. Endalaus verkefnaskil. Sé ekki fram á endann á þessu. Það er sko skil á verkefni á mán, þrið ( þá þurfum við að halda fyrirlestur um prófkúruhafa) og svo á fimmt. Svo þarf maður að fara að huga að næstu skýrslu í lokaverkefninu. Þannig að um helgina sé ég mig bara vera upp í skóla að vinna verkefni. Það er svolítið furðulegt að maður á greinilega ekkert að læra þar sem þessi verkefni taka alveg nokkurn tíma frá manni. En ef maður væri skipulagður þá myndi maður fara létt með þetta, en þar sem ég er það ekki er það frekar erfitt fyrir mig.

Er einhver á leiðinni til útlanda??? Gleraugun mín eru sennilega tilbúin og ég nenni ekki að bíða eftir að systir mín fari út. Þannig að ef einhver er að fara út, og langar rosalega mikið að ná í gleraugun mín fyrir mig þér er bara að hafa samband :)

En núna ætla ég að fara að fá mér að borða.