Hér bloggar Berglind of Wales

sunnudagur, október 05, 2003

Leikurinn hjá okkur fór ekki vel á laugardaginn, töpuðum með 4 mörkum. Ekki alveg nógu sátt með þetta, við erum eitthvað svo aðeins of stressaðar. En það kemur allt.

Verð að segja að það hafi verið gaman á æfingu á föstudaginn. Þegar ég kem inn í Fylkishöllina ( er sem sagt að mæta aðeins of seint á æfingu) þá heyri ég þvílík hróp og hugsaði með mér; ég vona að þessi hljóð eru frá einhverjum sem eru að æfa karete í einum salnum þarna í Fylkishöllinni. EN svo var ekki, þegar ég kom inní salinn þá stóðu stelpurnar í hring og voru að hrópa eitthvað og gera bylgu. Var ekki að fatt neitt. Svo áttu þær að loka augunum og klappa og kalla eitthvað. Þá kemur Hekla inn og fer inn í hringinn og þegar þær opna augunn þá sendur Hekla inn í hringnum og þær misstu allar andlitið þegar þá sáu hana. Ekki alveg sú mannseskja sem þær bjuggust við. Og voru sem sagt þessi hróp og köll bara bull til að koma Heklu inn í hringinn án þess að þær sæju til. En Hekla er sem sagt komin heim til að vera og er það gott mál fyrir okkur í liðinu. Velkomin heim Hekla!!!!

En hann Hermann frændi átti afmæli í gær 23 ára, til hamingju!!!!!

Núna þarf maður að fara að drífa sig upp í skóla og vinna verkefni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home