Hér bloggar Berglind of Wales

mánudagur, júlí 28, 2008

Góður dagur

Já já þá er besti dagur ársins runninn upp. Úff og ég eldri en í gær. 27 ára. Þarf nokkra daga í það að ná því að ég sé orðin svona gömul. Er búin að halda í það eins lengi og ég get að ég sé 26 ára en ég kemst víst ekki upp með það lengur.
Verður örugglega rosalega góður dagur. Frænkuhittingur í kvöld og svo smá svona afmæliskaffi.

Afmælisstelpan kveður að sinni.

miðvikudagur, júlí 23, 2008

Ekki neitt

Þar sem ég hef ekkert að gera þessa stundina ákvað ég að ég gæti alveg eins skrifað nokkrar línur hérna. Ekki mikið í fréttum, dagurinn í gær og í dag einkenndust af vesenis uppákomum í vinnunni, oftast er það þannig að ef að eitt klikkar þá klikkar eitthvað annað líka!! En sem betur fer náði ég að redda hlutunum í dag. Hefði ekki nennt að standa í vesenis degi 3!!

Annars er það bara það að þessi tími sem er núna finnst mér aldrei skemmtilegur því að þá fara allir útlendingarnir mínir að flýja land aftur. Ein í dag, önnur í næstu viku og svo í ágúst. Verð nú að viðurkenna það að ég væri svo sem alveg stundum til í það að vera að fara svona út, í nám eða eitthvað. Fer vonandi einhvern daginn.

Jákvæða Berglind kveður að sinni.

þriðjudagur, júlí 15, 2008

Fín helgi að baki

Átti góða helgi, gerði óvenju margt en samt ekki mikið, ef þið skiljið mig.

Við stelpurnar í vinnunni héldum stelpupartý sem var rosalega gaman, fórum í bæinn og röltuðum á milli staða, frekar fáir í bænum þannig að maður gat alveg farið á milli staða á þess að lenda í þvílíkri biðröð sem var fín tilbreyting.
Ásta, Tanja og ég á leiðinni niður í bæ. Þema kvöldsins í myndatöku var tunga upp í góm og brosa!
Svo þegar við vorum á Apótekinu þá var ég spurð svo (að mínu mati) fáránlegra spurningar að ég vissi varla hverju ég átti að svara án þess að virðast vera með einhverja fordóma. Vorum sem sagt á barnum og þá er pikkað í öxlina á mér og ég spurð hvort að ég vilji dansa við Múslima. Ég bara ha!!, heyrði samt alveg hvað hann sagði en ég vildi bara fá þetta staðfest. hann sagði aftur: Viltu dansa við múslima. Og ég afþakkaði pent fyrir mig. Þá segir hann við mig: Þú færð drykk fyrir!!! Er ekki allt í lagi með fólk. Afhverju þurfti hann endilega að taka það fram að þetta væru múslimar, hvort sem þeir voru það eða ekki hefði ég ekki dansað við þá. Hann lúkkaði líka eins og einhver pimp og í svo það: Þú færð drykk fyrir, bjóst hann virkilega við því að ég myndi segja já þá!!! Ja hérna hér.

Svo í þynnku og þreytu minni var haldið uppí Sogið og planta 180 trjám, takk fyrir. Í brjáluðu roki og rigningu, því næst var farið í sveitina til vinkonu Hildar og ég náði auðvitað að sofna á leiðinni (ef fjölskyldan mín fer með mér í langt ferðalag þá má ég helst ekki sitja framí þar sem ég sofna hvort eð er alltaf), svo á leiðinni heim sofnaði ég og svo var ég allt kvöldið að sofna fyrir framan imbann. Mér fannst ég algjör auli, veit ekki hvort að það hafi verið af völdum djammsins eða eftir það að hafa verið úti í þessu vibbalegu veðri.
Rosalega sætar, Hildur, ég og Heiða Björg, ég og Hildur erum eins og ofstórir krakkar í pollagalla. Illa veðurbarnar

Sunnudeginum var svo eytt í afslappelsi og í afmæli hjá Sigurjóni Braga sem varð 2 ára í gær.


Svo er það annað, við vinkonurnar skelltum okkur í bíó í gær á myndina Mama Mia, (rosalega feel good movie) ekkert smá margir í bíó og við biðum heillengi í röðinni og þegar ég svo keypti miðann þá kostaði hann 1100 krónur. Ég er ekki að ná þessu. Seinast þegar ég fór sem er ekkert svo langt síðan þá kostaði 1000 og þá blöskraði mér en common, á að hækka um 100 í hverjum mánuði. Ég spurði náttúrulega afgreiðslustúlkuna afhverju það væri búið að hækka. Og hún sagði að það kostar sko ennþá 1000 en sko þetta er digital mynd og því er dýrara á hana. Já einmitt, alltaf hægt að finna eitthvað. Hvað kemur næst??? Ég bara spyr.


Jæja, þá er best að fara að hafa sig til fyrir grillið sem mér er boðið í hjá Berglindi og Atla. Sniðugt að gefa svona gjafir í brúðargjöf, þá fær maður að njóta þess með þeim.

þriðjudagur, júlí 08, 2008

Brúðkaup og golf

Laugardaginn 28. júní giftu Berglind og Atli sig í Lágafellskirkju. Ég mætti auðvitað á staðinn og var athöfnin rosalega flott og veislan líka. Til lukku með þetta Frú Berglind Bára og Herra Atli Viðar.
Nýgiftu hjónin
Þar sem mér fannst þessi dagur skemmtilegur þá bíð ég bara eftir því að mér verði boðið í næsta brúðkaup. Spurning hver verður næstur til þess að gifta sig. Eitt er víst að það verður ekki ég!!! Snökkt. (Enginn biturleiki í gangi).

Svo er það næst í fréttum að ég keppti á golfmóti í vinnunni. Deildin mín hélt svona lítið golfmót, voru 3 lið með 4-3 í liði. Farið var á æfingarvöll Keilis í Hafnarfirði, en þetta væri svo sem ekki frásögufærandi nema að ég (mitt lið) lenti í 1. sæti, enn ekki hvað!!! Ég sem er svo góð í golfi að fólk þarf helst að standa nokkra metra í burtu því að boltinn minn fer ekkert endilega í þá átt sem honum er ætlað, hann gerir það sjaldnast. En það var spilað eftir svokölluðu Texas Scrambel kerfi þar sem allir skjóta (slá, það var alltaf verið leiðrétt mig í golfinu, við sláum boltann), og svo er besti boltinn notaður og svo koll af kolli. Þannig að þó að maður er lélegur þá getur maður samt verið með. En ég tek það fram að minn bolti var alveg stundum notaður, sérstaklega í að pútta.


Þar sem mér fannst þetta svona gaman þá reyndi ég að fá einhvern með mér í golf seinustu helgi og Maggi endaði að nenna með mér og við fórum uppí Sogið á golfvöllinn þar í brjálað gott veður.

Ljósafossstöð, mynd tekinn við teig 5.
Kíktum auðvitað á sýninguna sem Hrund er að vinna á og heilsuðum uppá hana. Alltaf gaman að koma þangað sérstaklega þar sem maður tók nú þátt í því að búa golfvöllinn til. Bara verst hvað það eru margir farnir að vita af þessum golfvelli. Þurftum alveg að bíða eftir því að fá að byrja og svo þegar við vorum byrjuð og að ganga eftir velli 2 kom bara svífandi bolti við hlið okkar. Fólkið á eftir okkur skaut aðeins of snemma. En við náðum að hrista það af okkur og tókum meira að segja fram úr einum hóp. Sem var reyndar frekar óþæginlegt. Kallarnir vildu endilega að við færum fram úr, og við bara okey, en þeir stóðu yfir okkur þegar við voru að gera og það er svolítil pressa þar sem maður er að þykjast geta eitthvað en kann varla að halda rétt á kylfunni.


Jæja, þetta var nýjasta updateið.