Átti góða helgi, gerði óvenju margt en samt ekki mikið, ef þið skiljið mig.
Við stelpurnar í vinnunni héldum stelpupartý sem var rosalega gaman, fórum í bæinn og röltuðum á milli staða, frekar fáir í bænum þannig að maður gat alveg farið á milli staða á þess að lenda í þvílíkri biðröð sem var fín tilbreyting.
Ásta, Tanja og ég á leiðinni niður í bæ. Þema kvöldsins í myndatöku var tunga upp í góm og brosa!
Svo þegar við vorum á Apótekinu þá var ég spurð svo (að mínu mati) fáránlegra spurningar að ég vissi varla hverju ég átti að svara án þess að virðast vera með einhverja fordóma. Vorum sem sagt á barnum og þá er pikkað í öxlina á mér og ég spurð hvort að ég vilji dansa við Múslima. Ég bara ha!!, heyrði samt alveg hvað hann sagði en ég vildi bara fá þetta staðfest. hann sagði aftur: Viltu dansa við múslima. Og ég afþakkaði pent fyrir mig. Þá segir hann við mig: Þú færð drykk fyrir!!! Er ekki allt í lagi með fólk. Afhverju þurfti hann endilega að taka það fram að þetta væru múslimar, hvort sem þeir voru það eða ekki hefði ég ekki dansað við þá. Hann lúkkaði líka eins og einhver pimp og í svo það: Þú færð drykk fyrir, bjóst hann virkilega við því að ég myndi segja já þá!!! Ja hérna hér.
Svo í þynnku og þreytu minni var haldið uppí Sogið og planta 180 trjám, takk fyrir. Í brjáluðu roki og rigningu, því næst var farið í sveitina til vinkonu Hildar og ég náði auðvitað að sofna á leiðinni (ef fjölskyldan mín fer með mér í langt ferðalag þá má ég helst ekki sitja framí þar sem ég sofna hvort eð er alltaf), svo á leiðinni heim sofnaði ég og svo var ég allt kvöldið að sofna fyrir framan imbann. Mér fannst ég algjör auli, veit ekki hvort að það hafi verið af völdum djammsins eða eftir það að hafa verið úti í þessu vibbalegu veðri.
Rosalega sætar, Hildur, ég og Heiða Björg, ég og Hildur erum eins og ofstórir krakkar í pollagalla. Illa veðurbarnarSunnudeginum var svo eytt í afslappelsi og í afmæli hjá Sigurjóni Braga sem varð 2 ára í gær.
Svo er það annað, við vinkonurnar skelltum okkur í bíó í gær á myndina Mama Mia, (rosalega feel good movie) ekkert smá margir í bíó og við biðum heillengi í röðinni og þegar ég svo keypti miðann þá kostaði hann 1100 krónur. Ég er ekki að ná þessu. Seinast þegar ég fór sem er ekkert svo langt síðan þá kostaði 1000 og þá blöskraði mér en common, á að hækka um 100 í hverjum mánuði. Ég spurði náttúrulega afgreiðslustúlkuna afhverju það væri búið að hækka. Og hún sagði að það kostar sko ennþá 1000 en sko þetta er digital mynd og því er dýrara á hana. Já einmitt, alltaf hægt að finna eitthvað. Hvað kemur næst??? Ég bara spyr.
Jæja, þá er best að fara að hafa sig til fyrir grillið sem mér er boðið í hjá Berglindi og Atla. Sniðugt að gefa svona gjafir í brúðargjöf, þá fær maður að njóta þess með þeim.