Hér bloggar Berglind of Wales

miðvikudagur, júlí 23, 2008

Ekki neitt

Þar sem ég hef ekkert að gera þessa stundina ákvað ég að ég gæti alveg eins skrifað nokkrar línur hérna. Ekki mikið í fréttum, dagurinn í gær og í dag einkenndust af vesenis uppákomum í vinnunni, oftast er það þannig að ef að eitt klikkar þá klikkar eitthvað annað líka!! En sem betur fer náði ég að redda hlutunum í dag. Hefði ekki nennt að standa í vesenis degi 3!!

Annars er það bara það að þessi tími sem er núna finnst mér aldrei skemmtilegur því að þá fara allir útlendingarnir mínir að flýja land aftur. Ein í dag, önnur í næstu viku og svo í ágúst. Verð nú að viðurkenna það að ég væri svo sem alveg stundum til í það að vera að fara svona út, í nám eða eitthvað. Fer vonandi einhvern daginn.

Jákvæða Berglind kveður að sinni.

2 Comments:

At 9:05 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

ELSKU BERGLIND,
TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ Í DAG SÆTA SKVÍS! :)

KV. HERDÍS

 
At 9:32 f.h., Blogger Berglind said...

Takk fyrir það Herdís mín. Sjáumst hressar í kvöld.

 

Skrifa ummæli

<< Home