Hér bloggar Berglind of Wales

þriðjudagur, júlí 08, 2008

Brúðkaup og golf

Laugardaginn 28. júní giftu Berglind og Atli sig í Lágafellskirkju. Ég mætti auðvitað á staðinn og var athöfnin rosalega flott og veislan líka. Til lukku með þetta Frú Berglind Bára og Herra Atli Viðar.
Nýgiftu hjónin
Þar sem mér fannst þessi dagur skemmtilegur þá bíð ég bara eftir því að mér verði boðið í næsta brúðkaup. Spurning hver verður næstur til þess að gifta sig. Eitt er víst að það verður ekki ég!!! Snökkt. (Enginn biturleiki í gangi).

Svo er það næst í fréttum að ég keppti á golfmóti í vinnunni. Deildin mín hélt svona lítið golfmót, voru 3 lið með 4-3 í liði. Farið var á æfingarvöll Keilis í Hafnarfirði, en þetta væri svo sem ekki frásögufærandi nema að ég (mitt lið) lenti í 1. sæti, enn ekki hvað!!! Ég sem er svo góð í golfi að fólk þarf helst að standa nokkra metra í burtu því að boltinn minn fer ekkert endilega í þá átt sem honum er ætlað, hann gerir það sjaldnast. En það var spilað eftir svokölluðu Texas Scrambel kerfi þar sem allir skjóta (slá, það var alltaf verið leiðrétt mig í golfinu, við sláum boltann), og svo er besti boltinn notaður og svo koll af kolli. Þannig að þó að maður er lélegur þá getur maður samt verið með. En ég tek það fram að minn bolti var alveg stundum notaður, sérstaklega í að pútta.


Þar sem mér fannst þetta svona gaman þá reyndi ég að fá einhvern með mér í golf seinustu helgi og Maggi endaði að nenna með mér og við fórum uppí Sogið á golfvöllinn þar í brjálað gott veður.

Ljósafossstöð, mynd tekinn við teig 5.
Kíktum auðvitað á sýninguna sem Hrund er að vinna á og heilsuðum uppá hana. Alltaf gaman að koma þangað sérstaklega þar sem maður tók nú þátt í því að búa golfvöllinn til. Bara verst hvað það eru margir farnir að vita af þessum golfvelli. Þurftum alveg að bíða eftir því að fá að byrja og svo þegar við vorum byrjuð og að ganga eftir velli 2 kom bara svífandi bolti við hlið okkar. Fólkið á eftir okkur skaut aðeins of snemma. En við náðum að hrista það af okkur og tókum meira að segja fram úr einum hóp. Sem var reyndar frekar óþæginlegt. Kallarnir vildu endilega að við færum fram úr, og við bara okey, en þeir stóðu yfir okkur þegar við voru að gera og það er svolítil pressa þar sem maður er að þykjast geta eitthvað en kann varla að halda rétt á kylfunni.


Jæja, þetta var nýjasta updateið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home