Veðurteppt
Jæja þá er ég veðurteppt á Egilsstöðum, mér ekki til mikilla skemmtunar því að ég hugsa svo mikið um það hvenær ég kemst í bæinn til að komast í vinnu. Alveg típískt samt fyrir mig.
Ég ætlaði á Egilsstaði í desember en þá byrjaði einmitt vonda veðrið í þeim mánuði og ég komst ekki. Svo var ég á leiðinni á föstudaginn og þá byrjaði aftur vont veður, ætlaði að vinna fyrri partinn og fara svo en ég var veðurteppt heima hjá mér og þegar veðrið fór að skána þá tók því ekki að fara í vinnuna en ég komst samt austur og er hér enn. Óþolandi þegar maður er einhverstaðar og þarf allan daginn að vera að hugsa um það hvort að maður komist heim til sín eða ekki. En jæja það þýðir ekkert að bögga sig á því meira í dag, byrja bara aftur strax í fyrramálið.
Annars eru við búin að hafa það fínt hérna á Egilsstöðum, fara á Kárahnjúka, Reyðarfjörð og í brunch á Hótel Héraði. Læt nokkrar myndir fylgja af fjallaferðinni okkar.
Heiða Björg uppá Kárahnjúkum. Held að ég ætti að leggja ljósmyndun fyrir mig.
Ég, Heiða Björg og Hrund í skítakulda uppi á fjalli.
Jamm þetta á að vera ég. Hrund ekki að gera góða hluti!
Hrund, allt annað, greinilega góður ljósmyndari hér á ferð.
Hrund, allt annað, greinilega góður ljósmyndari hér á ferð.
Kveðja að austan.
Berglind veðurtepta.