Hér bloggar Berglind of Wales

sunnudagur, janúar 27, 2008

Veðurteppt

Jæja þá er ég veðurteppt á Egilsstöðum, mér ekki til mikilla skemmtunar því að ég hugsa svo mikið um það hvenær ég kemst í bæinn til að komast í vinnu. Alveg típískt samt fyrir mig.

Ég ætlaði á Egilsstaði í desember en þá byrjaði einmitt vonda veðrið í þeim mánuði og ég komst ekki. Svo var ég á leiðinni á föstudaginn og þá byrjaði aftur vont veður, ætlaði að vinna fyrri partinn og fara svo en ég var veðurteppt heima hjá mér og þegar veðrið fór að skána þá tók því ekki að fara í vinnuna en ég komst samt austur og er hér enn. Óþolandi þegar maður er einhverstaðar og þarf allan daginn að vera að hugsa um það hvort að maður komist heim til sín eða ekki. En jæja það þýðir ekkert að bögga sig á því meira í dag, byrja bara aftur strax í fyrramálið.
Annars eru við búin að hafa það fínt hérna á Egilsstöðum, fara á Kárahnjúka, Reyðarfjörð og í brunch á Hótel Héraði. Læt nokkrar myndir fylgja af fjallaferðinni okkar.

Hrund, Heiða Björg og ég.
Heiða Björg uppá Kárahnjúkum. Held að ég ætti að leggja ljósmyndun fyrir mig.

Ég, Heiða Björg og Hrund í skítakulda uppi á fjalli.
Jamm þetta á að vera ég. Hrund ekki að gera góða hluti!

Hrund, allt annað, greinilega góður ljósmyndari hér á ferð.

Kveðja að austan.
Berglind veðurtepta.

3 Comments:

At 10:15 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sæl. Flottar myndir af ykkur;-)
En vonandi að þú komist nú suður. Bið að heilsa ykkur.
Kv:Hafdís frænka.

 
At 9:32 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Góður ljósmyndari... já eða bara er Hrund betra módel;-)
En flottar myndir samt sem áður og gaman að sjá myndir af snjónum. Hérna er bara 6-7° hita og hið fínasta veður. Langar svoldið að fara að sjá snjó:-S

 
At 10:59 e.h., Blogger Berglind said...

Nei ég held því fram að það sé góður ljósmyndari.
Kolla ég væri sko alveg til í að skipta við þig á sléttu. Vil bara hafa snjóinn um jólin, ekki mikið lengur. Var að koma frá Hildi og það var -9° og aðuvitað snjór. Birrr frekar kalt, og guð hvað ég þakka fyrir bílskýlið núna.
Bið að heilsa hinum Svíþjóðarbúunum.

 

Skrifa ummæli

<< Home