Gleðileg jól
Ég óska öllum gleðilegra jóla.
Læt eina mynd fylgja af jólatréinu "mínu".

Jólakveðja,
Berglind
Ég óska öllum gleðilegra jóla.

Þá er maður komin í jólafrí. Ohh mér finnst það ekkert smá næs, átti bökurnardag og ég tek hann út á morgun, tek mér svo auka frídag á fimmtudaginn, þannig að ég fæ vikufrí. Mæti að vísu svo bara á föstudaginn og þá kveð égv núverandi vinnu. Er að byrja í nýrri vinnu á nýju ári og er bara orðin nokkuð spennt fyrir því en kannski smá kvíðin líka, en það fylgir því bara, held ég. Held að það sé fínt að takast á við nýja hluti á nýju ári.
Ætlaði alltaf að koma með ferðasöguna frá því við mamma vorum í Minnaepolis en hef bara verið upptekin í jólastússi.
Það var sem sagt mjög kalt þarna eins og sé kannski best á mömmu.
Gellurnar sáttar með innkaup dagsins.
Mamma á aðalgötunni, þessari litlu sætu og jólalegu.
Ekkert smá myndarlegar við baksturinn.Hún á afmæli í dag,
Fann enga nógu góða mynd af Hildi bara einni þannig að ég varð að fylgja með. Tekin af okkur úti á Kúbu í apríl. Hún hefur ekkert elst neitt mikið frá því að við vorum þarna. Hildur er sem sagt vinstra megin á myndinni. Held að ég verði að taka þetta fram þar sem bara núna í hádeginu vorum við spurðar seinast að því hvort að við værum tvíburar!!! Halló ég er 2 árum yngri ;)