Hér bloggar Berglind of Wales

fimmtudagur, desember 20, 2007

Jólafrí

Þá er maður komin í jólafrí. Ohh mér finnst það ekkert smá næs, átti bökurnardag og ég tek hann út á morgun, tek mér svo auka frídag á fimmtudaginn, þannig að ég fæ vikufrí. Mæti að vísu svo bara á föstudaginn og þá kveð égv núverandi vinnu. Er að byrja í nýrri vinnu á nýju ári og er bara orðin nokkuð spennt fyrir því en kannski smá kvíðin líka, en það fylgir því bara, held ég. Held að það sé fínt að takast á við nýja hluti á nýju ári.

Jæja ég ætla að byrja fríið á því að vakna eldsnemma til að fara í mælingu, það er að segja ef ég hlusta eitthvað á vekjaraklukkuna!!

Hef þetta ekki lengra í bili.

2 Comments:

At 10:32 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

NÝ VINNA???????????

 
At 4:29 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Elsku Berglind,

Gleðileg jól, gott og farsælt komandi ár. Hittumst vonandi hressar fljótlega á nýju ári.

Kveðja Svava Júlía og fjölskylda.

 

Skrifa ummæli

<< Home