Hér bloggar Berglind of Wales

sunnudagur, desember 16, 2007

Ferðasaga og jólastúss

Ætlaði alltaf að koma með ferðasöguna frá því við mamma vorum í Minnaepolis en hef bara verið upptekin í jólastússi.

En hér kemur smá ferðasaga.
Þegar við vorum lentar úti þá var strax kíkt út í Target því að það átti að vera bara rétt hjá hótelinu okkar. En eftir að við vorum búin að labba í tja 4 mín og sáum ekki Target var mamma alveg viss um að við væru að fara vitlaust, beygðum þá annað og þá vorum við á vitlausri leið. Sem betur ferð var mikið af hjálpsamlegu fólki þarna því að við vorum alveg í því að láta fólk hjálpa okkur að komast leiða okkar. Sem sagt einn kall hjálpaði okkur að finna Target.
Það var sem sagt mjög kalt þarna eins og sé kannski best á mömmu.

Svo var kíkt í Mall of America, fengu hjálp þangað líka, og það var ekkert eins stórt og ég var búin að ímynda mér, en sjálfsögðu var það stórt bara ekki eins og ég hélt.Við fórum svo í outlet með Fjólu og co og náðum að sjoppa smá þar.

Gellurnar sáttar með innkaup dagsins.

Og svo seinasta heila daginn fórum við í hand- og fótsnyrtingu í mollinu. Vorum engar smá gellur með gervineglurnar. Daginn sem við fórum heim vorum við bara á röltinu um litlu sætu, jólalegu götuna sem hótelið var á. Náðum að versla smá þar þó svo að við værum hættar að versla. Við höfðum svo miklar áhyggjur af þessum blessaða tolli en við hefðum ekki þurft þess þar sem við keyptum sko mjög lítið miðað við alla aðra sem voru í sama flugi og við.
Mamma á aðalgötunni, þessari litlu sætu og jólalegu.

Við fórum reyndar líka og skoðuðum kirkjuna sem var í sömugötu og hótelið, þannig að við vorum ekki bara að versla!! En svo þegar við vorum komnar út á flugvöll (sem tók 50 mín. í staðinn fyrir vanalega tekur það 15-20 mín.) og allir tilbúnir að fara inní vél þá var seinkun þar sem crewið var ekki komið. Jebb flugmenn og flugfreyjur sátu fastar í umferð, snjóaði svo mikið að það var allt stopp. Því varð 2 tíma seinkun. Mjög spes að seinkunin sé vegna þess að það vanti flugmennina.
Þessi ferð var mjög fín og alltaf gaman að kíkja með mömmu til USA.

Svo eftir að ég kom heim er ég búin að hafa nóg að gera í jólastússi. Við vinkonurnar bökuðum 3 sortir, ekkert smá gott hjá okkur. En ég má víst ekki tileinka mér lakkrístoppana þar sem ég “þurfti” að skreppa í afmæli til Hildar þegar þeir voru bakaðir. En þeir eru mega góðir, enda var sennilega hrært í þá í nýju KitchenAid vélinni minni sem ég keypti í Ameríku.

Ekkert smá myndarlegar við baksturinn.

Fór svo á jólahlaðborð í boði vinnunar á sunnudeginum. Búin að baka piparkökuhús með Sigurveigu og Heiðu. Ætlaði austur þessa helgi en varð að breyta því vegna veðurs. Fer því ekkert á þessu ári þangað. Fór og skar út í laufabrauð í dag og var að koma af Frostrósartónleiknum. Ekkert smá flottir og maður er eiginlega bara alveg komin í jólaskap. Þannig að ég er búin að vera mikið að jólastússast seinustu daga.
Verst að mér finnst ekki orðið nógu jólalegt hérna hjá mér. En ég er alltaf að reyna að bæta við.

Jæja, setti myndirnar með í textann þar sem myndasíðan mína er í einhverju klikki og ég get ekki sett inn myndir núna.

Þetta er sem sagt komið gott.

Berglind sem er alveg komin í mega jólafíling.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home