Minnaepolis
Þá er maður að fara til Minnaepolis á eftir. Er orðin smá kvíðin fyrir fluginu því að áætlaður flugtími er 6 tímar og 38 mín. Mér þykir nefninlega ekkert alltof gaman í flugvélum. Planið var að koma heim á miðvikudagsmorgun en sennilega verður það ekki fyrr en á föstudaginn.
En annars er lítið í fréttum, ákvað að fara í jólaherþjálfun, ætli ég endi ekki á því að fara í áskrift þarna, finnst þetta svo gaman. Er eiginlega smá spæld yfir því að missa af 2-3 tímum þegar ég verð úti.
Svo voru Hulda og Garðar að eignast 3ja strákinn á laugardaginn seinasta og fórum ég, Hildur og Hildur að kíkja á hann á þriðjudaginn. Og hann er ekkert smá lítill og sætur, já og sætur. Algjört æði, bræddi okkur allar.
Jæja ætla að koma mér í útlandagírinn.
Þangað til að ég kem heim, hvenær sem það svo sem verður!
3 Comments:
Vona að þið séuð ekki búnar að sjoppa yfir ykkur :) hahah.
ohh NÆÆS :) Ég væri nú alveg til í að vera í svona shop-leiðangri... en skemmtið ykkur ógó vel!
Hlakka til að heyra ferðasöguna svo þegar þið komi heim!
kv. Herdís
góða skemmtun (smá seint) og verslaðu mikið!!! það er eina vitið þarna úti ;-) hahaha...kv. ausa paus
Skrifa ummæli
<< Home