Hér bloggar Berglind of Wales

föstudagur, nóvember 09, 2007

Yfir í kjörþyngd

Já ég geri mér grein fyrir því að ég hef verið að fitna þessi seinustu ár og er sívælandi yfir því hvað ég sé feit og svona. Svo í gær var ég á snyrtinámskeiði hjá Heiðari snyrti og þar var eins og ég hafi fengið blauta tusku í andlitið! Þið sem eruð yfir kjörþyngd, og hann benti á mig og nokkrara aðrar. Já stundum fær maður sjokk þegar einhver annar segir manni sannleikann, úfff. Þannig að ég var bara í góðum gír í herþjálfuninni um kvöldið, spikið skal af!! En það endist bara þangað til að ég kom heim og fékk mér ostakökuna sem ég og Heiða Björg frænka vorum að búa til. Þetta er samt sem áður alveg fast í hausnum á mér.

Fyrir utan það að fá að heyra þennan blákalda sannleika fannst mér þetta námskeið mjög skemmtilegt og mér finnst það ótrúlegt hvað þessi maður getur lesið fólk. Hann fór yfir hárið á manni og svo fatastílinn, þar hafði hann ekkert út á að setja en hann sá það á mér að ég væri ekki nógu dugleg að fara í eitthvað “flippað/djarft” og því sagði hann mér, þegar ég færi einhvern tímann út á næstunni, að ég ætti að skella mér í kjól sem væri opin í bakinu alveg niður á rass, ganga svo að strákahóp og fara að tala um bíla og peninga. Enda svo á því að segja, “hvað ætlar enginn að bjóða mér í glas”. Hahahaha, þetta er alveg að fara að gerast eða þannig.

Svo las hann í nöfnin okkar. Lét okkur sem sagt skrifa nöfnin okkar á blað og svo sá hann hvernig manneskjur við værum. Hann sagði að ég væri svolítið tvær manneskjur, ég væri þessi, ljúfa og góða týpa en svo gæti ég verið BITCH þegar ég vildi vera það. Það dóu náttúrulega allir úr hlátri þar sem það er alveg eitthvað til í þessu. Ég er samt ekkert á því að ég sé svakaleg BITCH, er það bara ef ég neyðist til ;). En svo væri ég mjög dugleg í vinnunni og skipulögð manneskja en þegar ég kæmi heim til mín þá myndi ég helst vilja leggjast uppí rúmm og það væri ekkert sérlega mikið skipulag þar. Ég get ekki mótmælt þessu. Svo tók hann alla aðra og það sem hann sagði passaði svo vel við hvern og einn. Mér finnst þetta ekkert smá merkilegt.

Annars bauð Heiða Björg mér í leikhús á miðvikudaginn á skilaboðaskjóðuna, mjög skemmtilegt leikrit. Mæli með því.

Svo er það bara afmælið hennar Hrundar á morgun en þar verður celeb-þema. Minns stefnir að því að vera Marilyn Manroe.


4 Comments:

At 11:22 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

hehe.. hann Heiðar snyrtir er spes og hefur alltaf verið. yfirleitt gaman að honum. og Berglind mín þú lítur mjög vel út!!! og átt eftir að taka þig vel út sem Marilyn Monroe!!! :-) hlakka til að sjá mynd ;-) heyrðu ferðu ekki á þetta reuinon hjá seljaskóla? Halla er á landinu og ætlar að fara.. er kannski afmælið sama kvöld? kv. Auður

 
At 12:03 e.h., Blogger Berglind said...

Hæ, hæ
Nei ég fer ekki á reuinonið þar sem afmælið er á sama tíma. Já það hefði verið voðalega gaman að hitta Höllu. En þó að afmælið væri ekki þá myndi ég sennilega ekki fara. Þekki ekki marga þarna og er ekki góð í því að mingla.

 
At 11:32 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Berglind þessi kona á myndini er alveg eins og þú:-) er hún að stæla þig eða hvað???
Kv:Hafdís frænka.
Takk fyrir síðast.

 
At 12:33 e.h., Blogger Berglind said...

Hahahah já segðu, þokkalega að reyna að vera eins og ég ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home