Valkvíði
Ég get sagt að ég sé með valkvíða þessa stundina, er að versla mér gleraugu og ég get ómögulega valið milli þriggja gleraugna. Fór í búðina í gær og kom heim með fjórar spangir því að ég ætlaði að melta þetta. En núna er ég engu nær, er búin að fá álit hjá fólki í vinnunni en þau skiptust eiginlega jafnt á það að finnast tvenn gleraugu flottust. Já mér finnst ekkert smá flókið að ákveða hvaða gleraugu ég eigi að kaupa, hvernig á ég að finna mér íbúð!!!
Annars er mín að fara á djammið næstu tvo daga, stelpupartý í kvöld og svo vinnupartý á morgun. Ég sé til hvort að ég drekki í kvöld, hef aldrei verið mikil drykkjumanneskja, en það kemur í ljós.
Góða helgi,
Berglind óákveðna.