Hér bloggar Berglind of Wales

föstudagur, september 29, 2006

Slökkt á ljósunum

Já auðvitað tók ég þátt í því að slökkva ljósin og horfa á stjörnurnar (sem voru svo reyndar ekki sjáanlegar vegna skýja). Við systur, litla frænka og Maggi fór uppá Vatnsenda til þess að fylgjast með því þegar slökkt yrði á götuljósum bæjarins. Þegar við vorum á leiðinni þá sáum við það að við vorum ekki alveg þau einu sem datt það í hug að fara uppá Vatnsenda því að það var þvílík mikið af fólki sem var þar, aðalega fólk sem kom á bílunum sínum, enda var svolítið bílaöngþveiti þarna. En það var mjög gaman að sjá þegar slökknaði á einu hverfi á fætur öðru. Það voru samt staðir þar sem kastarna voru á og það var ekki slökkt á þeim, t.d. Árbæjarlaugin, Fylkinsvöllurinn og Breiðholtslauginn og svo var einhver svaka kastari á stóru blokkinni í Fellunum. En hverfið mitt varð mjög draugalegt í þennan hálftíma sem á þessu stóð, þannig að fólk var alveg að taka þátt í þessu. Ég hafði sem sagt mjög gaman af þessu en það hefði verið skemmtilegra að sjá nokkrar stjörnur þar sem þetta átti nú að ganga út á það að fólk ætti að skoða stjörnurnar. En svo fór ég að spá þetta var kannski smá sparnaðarleið hjá Reykjarvíkurborg, aðeins að minnka rafmagnreikinginn ;)

Annars verð ég að tjá mig um þetta mótorhjólalið, þeir hafa undanfarið verið að tala um það að það sé ekki tekið nógu mikið tillit til þeirra og bladí bla. Ég verð nú bara að viðurkenna það að mér finnst ekkert skrítið þó að fólk á sé orðið pirrað á þeim. Ég meina ég hélt (kannski er ég svona vitlaus) að mótohjólafólkið eigi að fara eftir sömu reglun og bílafólkið í umferðinni. En ég er alltaf að sjá móturhjól spítast fram úr manni og troða sér á milli þannig að maður þarf alveg að negla niður(reyndar gerir bílafólk þetta líka). En það sem fer mest í taugarnar á mér er þegar maður bíður á ljósum og það kemur hjól og treður sér á milli bílana og plantar sér fremst, ég meina, FARÐU BARA AFTAST Í RÖÐINA!!!!

mánudagur, september 25, 2006

Brúðkaup, skírn og sprungið dekk

Mamma vakti mig í morgun korter fyrir 7 til þess að láta mig vita það að ég þyfti sennilega að skipta um dekk þar sem það var loftlaust. Fyrstu viðbrögð voru náttúrulega þau að ég kunni nú ekki að skipta um dekk, vissi ekki hvort að ég ætti auka dekk og ef að ég ætti það þá vissi ég nú ekkert hvar það væri geymt!
Ég get ekki sagt að ég hafi verið neitt úber ánægð að vakna við þetta þar sem ég var nýbúin að líta á klukkuna og snúa mér á hina hliðina mjög ánægð með það að ég gæti nú sofið í klukkutíma í viðbót, en það varð náttúrulega ekkert úr því. Þannig að ég klæddi mig í og fór út. Auðvitað var hringt í hann pabba til þess að vita hvað maður ætti að gera og hvort að ég ætti dekk, en svo var víst ekki og hann sagði okkur að prófa að setja loft í dekkið sem og við gerðum, en þá sá ég að það var bara búið að stinga gat á dekkið. Ég var sko ekki ánægð. Ég er allavega alveg viss um að þetta hafi verið gert viljandi því að ef að ég hef keyrt utaní eitthvað þá hefði ég tekið eftir því að loftið væri farið úr dekkinu því að það fór fljótt úr. En ég keyrði með bílinn á verkstæði sem er bara rétt hjá og fékk nýtt dekk, hitt var alveg ónýtt. Það er nú meira hvað góða hverfið mitt er orðið mikið glæpahverfið, og ég segir bara; Fellin, hvað!!!

Var þetta ekki skemmtileg saga, varð bara að segja frá þessu því að ég er sko langt í frá ánægð með það að geta ekki skilið bílinn minn eftir út og verið nokkuð örugg um að það verði allt í lagi með hann. Og þetta var sko ekki góð byrjun á degi.

Annars fór ég í brúðkaup og skírn um helgina, fór í brúðkaup til Huldu og Garðars, ótrúlega fallegt og skemmtilegt allt saman. Giftu sig í Hrunakirkju (held að það sé rétt hjá mér) og svo var veisla á Hótel Heklu. Takk kærlega fyrir mig.
Svo á sunnudaginn fór ég í skírn til Hermanns- og Önnudóttur og fékk hún nafnið, Hanna Soffía. Ekki alveg nafnið sem ég var búin að giska á en samt sem áður mjög fallegt nafn. Til hamingju með nafnið Hanna Soffía.

Jæja, kveð að sinni,

Stelpan sem býr í krimmahverfinu......

sunnudagur, september 17, 2006

Sigurjón Bragi

Var að koma úr skírn hjá Berglindar og Atlasyni og fékk hann það fallega nafn Sigurjón Bragi. Hann er skírður í höfuðið á báðum öfum sínum. Ég var alveg búin að giska á að hann yrði skírður þetta, alltaf gott að hafa rétt fyrir sér ;)

En til lukku með nafnið Sigurjón Bragi.

miðvikudagur, september 13, 2006

Hulda gæsuð

Já það var sko mikið gert á laugardaginn. Þar sem Hulda er að fara að giftast honum Garðari sínum 23. sept. þá var ekki annað hægt en að gæsa hana.

Við byrjuðum allar á því að hittast hjá Moniku en hún býr íbúðinni fyrir ofan Huldu. Svo læddumst við allar niður til hennar og hún átti varla til orð, var svo hissa á þessu því hún var eiginlega alveg viss um það að hún yrði ekki gæsuð.

En annars þá ætla ég bara að segja gróflega frá því sem var gert um daginn:

  • Fórum til Huldu með bakarísmat
  • Gæsin dressuð upp sem algjör stjarna
  • Farið í stúdíó þar sem hún var látin syngja Danska evróvísjónlagið (Iwill never ever let you go)
  • Farið niður í bæ þar sem gæsin var látin kynna sig sem Huldu Proppé sem var í Idolinu, og hún fór sko alveg í hlutverkið og lék af fingrum fram. Þú ert snillingur Hulda!!
  • Kíkt á Listahús Reykjavíkur, þar kíktum við á nokkur verk (sem ég skildi bara ekkert í) og fengum okkur að borða
  • Næst var það súludans. Algjör snild, væri alveg til í það að fara aftur
  • Farið í pottinn í Baðhúsinu og fengið sér kampavín og súkkulaði húðuð jarðaber, nammi, namm. Allir fóru í sitt fínasta púss
  • Fordrykkur á Vínbarnum
  • 5 rétta máltíð á Tapasbarnum og pakkarnir voru gefnir
  • Farið á karókíbarinn rétt hjá Hlemmi
  • Endað á Nasa á balli með Skítamóral þar sem gæsin og steggurinn voru látin syngja lagið sem var tekið upp í stúdíóinu

Sem sagt alveg hreint frábær dagur. Takk fyrir daginn stelpur!

Ef þið viljið fá ítarlegri frásögn af deginum þá er hún Hulda Gæs búin að skrifa um daginn.

Annars er maður bara búin að vera frekar busy, fór í bíó á mán á myndina Börn. Mjög góð mynd, mæli með henni. Í gær var svo frænku-hittingur, þar var borðað og kjaftað mikið eins og vanalega þegar við hittumst.

Svo er ANTM kvöld í kvöld, hittingur með Betu og Helenu á föst. og skírn á sunnudaginn.

Segi þetta gott í bili.

föstudagur, september 08, 2006

Langar svooo undir sæng

Ohh þegar veðrið er svona ömurlegt þá langar mig bara að vera heima undir sæng og horfa á videó, en það er víst ekki í boði núna. Maður verður að vinna. En það er nokkuð ljóst að ég mun skríða undir sæng í kvöld þegar ég kem heim úr afmælinu.

Jæja, góða helgi

föstudagur, september 01, 2006

Manchester

Þá er maður búin að fara til Manchester. Get sagt að þetta sé góður staður til þess að versla á en það er svo sem ekki margt sem maður getur skoðað og svo eru veitingarstaðirnir mjög fínir.
Ferðin einkenndist aðalega af heimsóknum í búðir (samt ekkert svakalega ódýrt að versla þarna enn...), út að borða og já hvað á ég að segja, 5 ára bröndurum.
Við ákváðum að við yrðum að hlæja svolítið þannig að við fundum okkur alveg svakalega ljót föt og fórum að máta þau, ótrúlegt hvað það kom mér á óvart hvað þetta var gaman, mér þykir nefnilega ekkert sérlega gaman að máta föt.

Sigurvegarar ljótufatakeppninnar


Svo seinasta daginn þá fórum við að máta hatta, svona ekta Breska fína hatta og við vorum komnar í svo mikið bull stuð að við keyptum okkur allar einn. Vorum alveg komnar í pakkann, jú þessi fer þér rosalega vel, ég myndi kaupa hann!!!! Efast um að við eigum einhverntíman eftir að nota þá aftur, en þetta var gaman.

Ég náði mér reyndar í einhverja pest úti og var ekkert alltof hress seinasta kvöldið okkar. Mér fannst það náttúrulega frekar fúlt þar sem við fórum á Indverskt veitingarhús og mér finnst Indverskur matur mjög góður og ég gat ekkert borðar. Frekar fúlt. Ég er búin að vera frekar slöpp síðan að ég kom heim, en það fer vonandi að batna.

Annars byrjaði ég að skúra aftur í dag. Og vá hvað ég var fúl þegar ég byrjaði, það var enginn sem skúraði þegar ég var í fríi og því tók á móti mér svakaleg drulla. Ég var mun lengur að skúra en vanalega og kom kósveitt heim. Vá hvað ég var pirruð, þetta á náttúrulega ekki að vera þannig að ef fólk fer í frí að það þurfi að vinna upp sumarfríið sitt þegar það mætir svo aftur, NEI TAKK. En ég þurfti reyndar að gera það. Sé það í anda á öðrum vinnustað að manni mætti bara kannski stafli af verkefnum á skrifborðinu þegar maður kæmi til baka eftir sumarfrí.
Ætla nú bara að segja ykkur að ég er sko ekki sátt!!!!

Jæja,
Góða helgi.

P.s. er að fara að setja inn myndirnar frá Manchester.