Hulda gæsuð
Já það var sko mikið gert á laugardaginn. Þar sem Hulda er að fara að giftast honum Garðari sínum 23. sept. þá var ekki annað hægt en að gæsa hana.
Við byrjuðum allar á því að hittast hjá Moniku en hún býr íbúðinni fyrir ofan Huldu. Svo læddumst við allar niður til hennar og hún átti varla til orð, var svo hissa á þessu því hún var eiginlega alveg viss um það að hún yrði ekki gæsuð.
En annars þá ætla ég bara að segja gróflega frá því sem var gert um daginn:
- Fórum til Huldu með bakarísmat
- Gæsin dressuð upp sem algjör stjarna
- Farið í stúdíó þar sem hún var látin syngja Danska evróvísjónlagið (Iwill never ever let you go)
- Farið niður í bæ þar sem gæsin var látin kynna sig sem Huldu Proppé sem var í Idolinu, og hún fór sko alveg í hlutverkið og lék af fingrum fram. Þú ert snillingur Hulda!!
- Kíkt á Listahús Reykjavíkur, þar kíktum við á nokkur verk (sem ég skildi bara ekkert í) og fengum okkur að borða
- Næst var það súludans. Algjör snild, væri alveg til í það að fara aftur
- Farið í pottinn í Baðhúsinu og fengið sér kampavín og súkkulaði húðuð jarðaber, nammi, namm. Allir fóru í sitt fínasta púss
- Fordrykkur á Vínbarnum
- 5 rétta máltíð á Tapasbarnum og pakkarnir voru gefnir
- Farið á karókíbarinn rétt hjá Hlemmi
- Endað á Nasa á balli með Skítamóral þar sem gæsin og steggurinn voru látin syngja lagið sem var tekið upp í stúdíóinu
Sem sagt alveg hreint frábær dagur. Takk fyrir daginn stelpur!
Ef þið viljið fá ítarlegri frásögn af deginum þá er hún Hulda Gæs búin að skrifa um daginn.
Annars er maður bara búin að vera frekar busy, fór í bíó á mán á myndina Börn. Mjög góð mynd, mæli með henni. Í gær var svo frænku-hittingur, þar var borðað og kjaftað mikið eins og vanalega þegar við hittumst.
Svo er ANTM kvöld í kvöld, hittingur með Betu og Helenu á föst. og skírn á sunnudaginn.
Segi þetta gott í bili.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home