Manchester
Ferðin einkenndist aðalega af heimsóknum í búðir (samt ekkert svakalega ódýrt að versla þarna enn...), út að borða og já hvað á ég að segja, 5 ára bröndurum.
Við ákváðum að við yrðum að hlæja svolítið þannig að við fundum okkur alveg svakalega ljót föt og fórum að máta þau, ótrúlegt hvað það kom mér á óvart hvað þetta var gaman, mér þykir nefnilega ekkert sérlega gaman að máta föt.
Sigurvegarar ljótufatakeppninnar
Svo seinasta daginn þá fórum við að máta hatta, svona ekta Breska fína hatta og við vorum komnar í svo mikið bull stuð að við keyptum okkur allar einn. Vorum alveg komnar í pakkann, jú þessi fer þér rosalega vel, ég myndi kaupa hann!!!! Efast um að við eigum einhverntíman eftir að nota þá aftur, en þetta var gaman.
Ég náði mér reyndar í einhverja pest úti og var ekkert alltof hress seinasta kvöldið okkar. Mér fannst það náttúrulega frekar fúlt þar sem við fórum á Indverskt veitingarhús og mér finnst Indverskur matur mjög góður og ég gat ekkert borðar. Frekar fúlt. Ég er búin að vera frekar slöpp síðan að ég kom heim, en það fer vonandi að batna.
Annars byrjaði ég að skúra aftur í dag. Og vá hvað ég var fúl þegar ég byrjaði, það var enginn sem skúraði þegar ég var í fríi og því tók á móti mér svakaleg drulla. Ég var mun lengur að skúra en vanalega og kom kósveitt heim. Vá hvað ég var pirruð, þetta á náttúrulega ekki að vera þannig að ef fólk fer í frí að það þurfi að vinna upp sumarfríið sitt þegar það mætir svo aftur, NEI TAKK. En ég þurfti reyndar að gera það. Sé það í anda á öðrum vinnustað að manni mætti bara kannski stafli af verkefnum á skrifborðinu þegar maður kæmi til baka eftir sumarfrí.
Ætla nú bara að segja ykkur að ég er sko ekki sátt!!!!
Jæja,
Góða helgi.
P.s. er að fara að setja inn myndirnar frá Manchester.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home