Hér bloggar Berglind of Wales

föstudagur, október 28, 2005

Helgi og skíta kuldi

Birrrrrrr hvað það er kalt, ég er sko ekki sátt við þennan dag. Komin helgi og þetta boðar ekki gott. Það má snjóa á Þorláksmessu og vera snjór yfir jólinn en svo má hann fara. En ekki koma núna, ég var sko ekki tilbúin. Ég er ennþá á sumardekkjunum og það þýðir þá að ég þurfi að fara að fjárfesta í vetrardekkjum. Arg garg og vitleysa. Fara að borga í svona vitleysu og ég þori ekki einu sinni að opna umslagði frá euro út af New York ferðinni :S

Og fyrir utan þetta allt saman þá var ég um 40m mínútur í vinnuna í morgun. Vona bara að dagurinn á morgun verði betri. Ætla að fara að hitta hana Auði, þar sem ég er ekki búin að hitta hana síðan hún kom heim frá Þýskalandi, algjört rugl!!! En mig dauð-langar samt á Sálarballið sem verður á Nasa á morgun, hef alltaf ætlað að fara á Sálina þegar hún væri næst að spila á Nasa en það hefur alltaf klikkað og ég held að það eigi eftir að klikka á morgun líka.

En ég fór að skoða litlu frænku í gær og jiminn hvað hún er sæt. Svo lítil og með mikið dökkt hár og rosalega mjóa og langa putta. Er alveg viss um það að hún eigi eftir að verða efnilegur píanóleikari.

Jæja best að fara að horfa á imbann.

Stelpan sem er ekki sátt við þenna snjó!!!!!

miðvikudagur, október 26, 2005

Loksins frænka :)

Jamm var að eignast litla frænku í dag. Hún átti ekki að koma í heiminn fyrr en í enda nóvember en hún nennti greinilega ekki að bíða lengur og ákvað að koma bara í dag. Þær upplýsingar sem ég fékk er að hún er 11 merkur og með mikið hár :)

Kolla og Bjarki til hamingju með litlu prinsessuna. Bíð spennt eftir því að sjá hana.

Berglind Frænka :)

þriðjudagur, október 25, 2005

Kvennaganga!!

Auðvitað fór ég í kvennagönguna í gær. Hætti að vinna rétt um 14:08 og var þá haldið upp að Hallgrímskirkju. Það kom mér gífurlega á óvart hvað það voru margir þarna. En glæsilegt það!! Fór svo niður á Ingólfstorg og horfði á og hlustaði á ræður og skemmtiatriði. Frábær dagur og alveg nauðsynlegur. Þó að það hafi sennilega breyst mikið síðan fyrir 30 árum er það bara ekki búið að breytast nóg.

Eini gallinn sem ég sá við þennan dag, þegar ég kom í vinnuna í morgun var verið að ræða þetta, var að þær sem komust ekki á torgið, heyrðu því ekki neitt. Það voru samt hátalar á Austurvöllum en auðvitað vissu konurnar sem voru lengst í burt ekkert af þeim því að þegar það var verið að láta vita, þá einfaldlega heyrðu þær það ekki!!!!
En það var sagt í fréttum áðan að ástæðan fyrir þessu var að ekki var búist við svona mikið af fólki þar sem tekið var mið af hátíð sem var á Þingvöllum í sumar og þar komu aðeins 2000 konur. Svo þegar undirbúningsfólkið fór að finna fyrir samstöðunni þá var bara of seint að færa hluti til.

En úr einu í annað, nýjasti frændi minn var skírður á fimmtudaginn í Bústaðarkirkju og fékk nafnið Hafliði í höfuðið á föðurafa sínum. Til hamingju með nafnið Hafliði!!!

Svo var vinnudjamm á laugardaginn og hægt er að segja að það hafi verið fámennt en góðmennt. Komu mun færri en ætluðu sér en við sem komum skemmtum okkur vel.

Jæja ég ætla að fara að æfa mig í Sudoku. Nýjasta æðið mitt!!!!

Áfram stelpur !!!!

sunnudagur, október 16, 2005

Komin á klakann.

Já þá er maður komin heim. Kom reyndar á miðvikudaginn. New York er æðisleg borg og ég mæli sko með því að fólk kíki þangað. Fannst ég reyndar vera alveg pínulítil og allt voðalega stórt en þannig er nú bara New york og kannski að það sé bara það sem heillar mann við hana.

Ég nenni nú ekki að skrifa alla ferðasöguna hér og það vill svo heppilega til að hún Hildur systir er búin að skrifa frá flestu sem við gerðum úti þannig að þið getið bara lesið ferðasöguna þar :)

Í gær var svo frænkukvöld, þar sem allar frænkurnar sem eru pabba megin hittumst ( við erum 8, sem sagt barnabörn ömmu). Mjög gaman að hitta þær, það var mikið kjaftað og mikið borðað.

Svo er bara búin að vera strákasprengja í fjölskyldunni, er búin að eignast 3 frændur á einum mánuði og svo fæddist einn í ágúst. Svo bíður maður bara spenntur eftir því hvort kynið Kolla frænka komi með, en ég er alveg viss um að þetta sé strákur.

Jæja, ætla að fara að gera eitthvað.

Kveð að sinni,

New York pæjan ;)

mánudagur, október 03, 2005

New York, New York

Jamm það er bara alveg að koma að því, ég er að fara til New York á morgun. Er orðin frekar spennt. Mæti að vísu í vinnuna á morgun en verð bara hálfan daginn.

Annars fór ég á djammið með Írisi og Snjólaugu á laugardaginn, skemmti mér fanta vel og það var líka kominn tími á smá djamm. Hef ekki farið á djammið í langan tíma og það er ekki á hverjum degi sem ég fer með Íu og Snjóu á djammið.

En í tilefni þess að ég sé að fara til New York ákvað ég að setja inn fallegan texta við eitt gott lag. Njótið!!!


New york, new york
Start spreading the news, I’m leaving today
I want to be a part of it - new york, new york
These vagabond shoes, are longing to stray
Right through the very heart of it - new york, new york
I wanna wake up in a city, that doesn’t sleep
And find I’m king of the hill - top of the heap
These little town blues, are melting away
I’ll make a brand new start of it - in old new york
If I can make it there, I’ll make it anywhere
It’s up to you - new york, new york
New york, new york
I want to wake up in a city, that never sleeps
And find I’m a number one, top of the list, king of the hill
A number one
These little town blues, are melting away
I’m gonna make a brand new start of it - in old new york
And if I can make it there, I’m gonna make it anywhere
It up to you - new york new york
New york
Höf: Frank Sinatra