Hér bloggar Berglind of Wales

föstudagur, október 28, 2005

Helgi og skíta kuldi

Birrrrrrr hvað það er kalt, ég er sko ekki sátt við þennan dag. Komin helgi og þetta boðar ekki gott. Það má snjóa á Þorláksmessu og vera snjór yfir jólinn en svo má hann fara. En ekki koma núna, ég var sko ekki tilbúin. Ég er ennþá á sumardekkjunum og það þýðir þá að ég þurfi að fara að fjárfesta í vetrardekkjum. Arg garg og vitleysa. Fara að borga í svona vitleysu og ég þori ekki einu sinni að opna umslagði frá euro út af New York ferðinni :S

Og fyrir utan þetta allt saman þá var ég um 40m mínútur í vinnuna í morgun. Vona bara að dagurinn á morgun verði betri. Ætla að fara að hitta hana Auði, þar sem ég er ekki búin að hitta hana síðan hún kom heim frá Þýskalandi, algjört rugl!!! En mig dauð-langar samt á Sálarballið sem verður á Nasa á morgun, hef alltaf ætlað að fara á Sálina þegar hún væri næst að spila á Nasa en það hefur alltaf klikkað og ég held að það eigi eftir að klikka á morgun líka.

En ég fór að skoða litlu frænku í gær og jiminn hvað hún er sæt. Svo lítil og með mikið dökkt hár og rosalega mjóa og langa putta. Er alveg viss um það að hún eigi eftir að verða efnilegur píanóleikari.

Jæja best að fara að horfa á imbann.

Stelpan sem er ekki sátt við þenna snjó!!!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home