Hér bloggar Berglind of Wales

sunnudagur, október 16, 2005

Komin á klakann.

Já þá er maður komin heim. Kom reyndar á miðvikudaginn. New York er æðisleg borg og ég mæli sko með því að fólk kíki þangað. Fannst ég reyndar vera alveg pínulítil og allt voðalega stórt en þannig er nú bara New york og kannski að það sé bara það sem heillar mann við hana.

Ég nenni nú ekki að skrifa alla ferðasöguna hér og það vill svo heppilega til að hún Hildur systir er búin að skrifa frá flestu sem við gerðum úti þannig að þið getið bara lesið ferðasöguna þar :)

Í gær var svo frænkukvöld, þar sem allar frænkurnar sem eru pabba megin hittumst ( við erum 8, sem sagt barnabörn ömmu). Mjög gaman að hitta þær, það var mikið kjaftað og mikið borðað.

Svo er bara búin að vera strákasprengja í fjölskyldunni, er búin að eignast 3 frændur á einum mánuði og svo fæddist einn í ágúst. Svo bíður maður bara spenntur eftir því hvort kynið Kolla frænka komi með, en ég er alveg viss um að þetta sé strákur.

Jæja, ætla að fara að gera eitthvað.

Kveð að sinni,

New York pæjan ;)

1 Comments:

At 12:24 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Var að lesa ferðasöguna:) Jii hvað hefur verið gaman hjá ykkur!

OOOoooo hvað mig LANGAR til útlanda:)

kv, Herdís

 

Skrifa ummæli

<< Home