Ohhh hvað það er gott að vera komin í frí. En ég segi það ekki að það mættu alveg fleiri vera komnir í frí svo að ég hafi nú einhvern til þess að leika við!!!!! En já systir mín minnti mig á það að það væri bara ein vika í Coldplay tónleikana, ekki slæmt.
Já ég fór í klippingu í gær og er orðin rosa fín ( að mínu mat að minnsta kosti). En minnið mig á að ég á ekki að biðja um að fá ráð eða álit hjá öðrum. T.d. áður en að ég fór í klippingu þá segi ég við mömmu: Hvernig á ég að klippa mig??? Og hún segir mér er alvega sama en bara ekki lita hárið dekkra en það er. Og það fyrsta sem að klipparinn segir við mig þegar að ég sest í stólinn er: Eigum við ekki að lita það mjög dökkt með svona einum ljósum lokk. Og ég náttúrulega bara jú, jú ekki málið. Þannig að ég fer sem sagt ekki eftir þeim góðu ráðum sem að fólk er að gefa mér.
Svo er það jólaglöggið á morgun, ég hlakka svo til, ég hlakka alltaf svo til, lalalalallalala. En já það verður vonandi gaman, ég vona bara að ég verði búin að finna mér einhver föt til þess að fara í á morgun, annars fæ ég sko pirring í taugarnar. En við skulum bara vona það besta.
En núna þarf ég að fara að koma mér í stellingar fyrir slutty ( temptation island ) þannig að ég segi bara við vini mín sem að eru ennþá í prófum, gangi ykkur vel!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home