Hér bloggar Berglind of Wales

fimmtudagur, janúar 15, 2009

Ætlar ÞÚ að halda á þessu???

Var að kaupa mér flísar um daginn og ákvað að sækja þær áðan. Svo settu kallarnir flísarnar í skottið og ég ákvað að spyrja hvort að þetta væri nokkuð svo þungt.
Þá fékk ég bara til baka: Ætlar ÞÚ að halda á þessu ein.
Ég; Já (en ekki hvað).
Þá kom kallinn; kannski uppá 4. hæð.
Ég: Já reyndar, heldur að ég ráði ekki við það?

Kallinn gengur að bílnum og slítur í sundur band sem hélt 2 kössum saman og sagði að það væri sennilega auðveldara fyrir mig að halda bara á einum í einu. Ég hugsaði; vá þeir hafa nú ekki mikið álit á mér þessir, ég svona sterk eins og ég er.

Hefði átt að þegja því að þegar ég kom heim og ætlaði bara að kippa þessu með mér í lyftuna þá var það ekki svo auðvelt. Djöfull voru þessar fáu flísar í pakkanum þungar. Tók einn pakka og ég hélt að ég yrði ekki eldri og verð örugglega með marblett á höndum og lærum á morgun.
En ég náði að fara með 2 pakka upp (í tveim ferðum og með góðri pásu á milli) og læt það duga í dag. Tek svo bara einn og einn næstu daga. Þetta voru sem betur fer ekki fleiri en 5 pakkar. En kannski get ég meira á morgun, held að þar sem ég er búin að vera lasin tvo seinustu daga þá sé ég ekki eins sterk og vanalega. Já já það ástæða fyrir öllu.

Begga massi kveður að sinni

þriðjudagur, janúar 06, 2009

Jólin búin

Jæja þá eru jólin "búin" (liðin) og ég ætti að vera að taka jóladótið niður en ég var nú bara með eina pælingu. Hvort að ég ætti bara ekki að hafa ljósin uppi fram að næstu jólum og bæta þá bara við?? Mér finnst svo kósý þegar ég vakna og það er svona dimmt úti að fara fram í stofu og sjá ljósin þar. Í staðinn fyrir að horfa út í myrkrið. Jebb ég á ennþá eftir að kaupa mér gardínur!! Sem betur fer býr enginn í næsta húsi.

Annars verð ég að monta mig. Ég og Sigurveig unnum picturonary (veit ekki hvernig á að skrifa þetta). En það er ekki oft sem ég vinn í spilum þannig að ég var mjög sátt við þetta.
Fór svo á æfingu áðan og vá hvað það er erfitt að fara í þolpróf svona á fyrstu æfingu eftir jól. Bætti mig ekki neitt, gerði allt verra en seinast. Bæti mig bara næst, þegar ég er búin að hlaupa jólasteikna af mér!!

mánudagur, janúar 05, 2009

Aulinn ég

Já núna átti sko átakið að hefjast að alvöru. Svo þegar nær dró að ég ætlaði að fara á æfingu þá jukust afsakanirnar meira og meira fyrir því hvers vegna ég ætti ekki að fara í dag. Ég var ekki nógu vel stemmd, var ekki búin að borða rétt. Svo vegna þess að ég ætla nú að fara í "venjulega hópinn" (ekki grænjaxla) þá væri kannski betra að byrja þegar ég veit að grænjaxlarnir eru að æfa svo að ég geti bara fengið að fljóta með þeim ef þetta verður of erfitt. Og ég veit ekki hvað og hvað. Ég sem sagt fór ekki og sé mjög eftir því núna, það verður alveg eins erfitt að byrja á morgun!!!!
Hvernig var þetta Hildur Ýr, á maður ekki að borða froskinn eða eitthvað svoleiðis. Er ég ekki að gera góða hluti í þeim málum?

Auminginn kveður að sinni.

fimmtudagur, janúar 01, 2009

Gleðilegt nýtt ár

Kæru vinir og vandamenn, gleðilegt ár og takk fyrir samverustundirnar á árinu sem var að líða.
Vona að þið hafið haft það sem allra best yfir hátíðirnar.

Nýárskveðja,
Berglind