Aulinn ég
Já núna átti sko átakið að hefjast að alvöru. Svo þegar nær dró að ég ætlaði að fara á æfingu þá jukust afsakanirnar meira og meira fyrir því hvers vegna ég ætti ekki að fara í dag. Ég var ekki nógu vel stemmd, var ekki búin að borða rétt. Svo vegna þess að ég ætla nú að fara í "venjulega hópinn" (ekki grænjaxla) þá væri kannski betra að byrja þegar ég veit að grænjaxlarnir eru að æfa svo að ég geti bara fengið að fljóta með þeim ef þetta verður of erfitt. Og ég veit ekki hvað og hvað. Ég sem sagt fór ekki og sé mjög eftir því núna, það verður alveg eins erfitt að byrja á morgun!!!!
Hvernig var þetta Hildur Ýr, á maður ekki að borða froskinn eða eitthvað svoleiðis. Er ég ekki að gera góða hluti í þeim málum?
Auminginn kveður að sinni.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home